Nokkrum af stærstu tónlistarhátíðum heims hefur verið frestað eða aflýst. Bann við að halda stórar samkomur er í gildi í mörgum löndum.

Tónleikum hér á landi hefur ýmist verið aflýst eða frestað. Forsvarsmenn Secret Solstice sendu frá sér tilkynningu í síðastliðinni viku um að hátíðin færi ekki fram í ár. Bandaríski tónlistarmaðurinn Beck aflýsti tónleikum sínum sem hann ætlaði að halda í Laugardalshöll 2. júní næstkomandi. Það sama er að gerast víða um heim.

Bandaríkin

Skipuleggjendur Coachella tónlistar- og listahátíðarinnar, sem fer fram í Suður-Kaliforníu hafa frestað hátíðinni fram í október. Hátíðin átti að fara fram tvær helgar í apríl en mun nú fara fram sex mánuðum síðar. Coachella- hátíðin er ein vinsælasta tónlistarhátíð heims. Hundruð flytj­enda áttu að stíga á svið, þar á meðal Frank Oce­an og Lana Del Rey.

Bretland

Glastonbury hátíðinni hefur verið aflýst í ár. Tónlistarhátíðin víðfræga átti að fara fram í lok júní í London og fagna 50 ára afmæli sínu í ár. Goðsögnin Paul McCartney var meðal tónlistarmanna sem átti að troða upp á hátíðinni.

Danmörk

Hróarskelduhátíðinni var aflýst í gær. Danska tónlistarhátíðin var á dagskrá 27. júní til 4. júlí næstkomandi. Aðstandendur hátíðarinnar sendu frá sér tilkynningu í gærkvöldi. Þar kom fram að ákvörðun hafi verið tekin um að hætta alfarið við hátíðina í ár þar sem að dönsk yfirvöld hafi bannað allar stórar samkomur til 31. ágúst næstkomandi. Fimmtugasta hátíðin verður því haldin árið 2021. Meðal listamanna sem áttu að koma fram í ár voru Taylor Swift, Kendrick Lamar og The Strokes.

Söngkonan Robyn var meðal flytjenda á Hróarskeldu i í fyrra.
Fréttblaðið/ Getty images.

Fjöldi listamanna hafa einnig hætt við áætluð tónleikaferðarlög sín á næstu mánuðum. Sem dæmi má nefna The Rolling Stones, Kaleo, Justin Bieber, King Krule, Harry Styles og BTS.