Tón­listar­há­tíðin Nor­rænir músík­dagar hófst í gær en há­tíðin fer fram í Reykja­vík og Kópa­vogi til 15. októ­ber. Nor­rænir músík­dagar er ein af elstu há­tíðum fyrir klassíska sam­tíma­tón­list í heimi en hún var stofnuð árið 1888.

„Þetta er lang­þráð og er loksins að verða að veru­leika,“ segir Tinna Þor­steins­dóttir, list­rænn stjórnandi há­tíðarinnar.

Upp­haf­lega stóð til að halda Nor­ræna músík­daga hér á landi 2021 en vegna Co­vid var þeim frestað um ár. Há­tíðin flakkar á milli Norður­landanna á ári hverju og var síðasta út­gáfa hennar haldin í Fær­eyjum í fyrra.

Verk frá allri Skandinavíu

Að sögn Tinnu er há­tíðin í ár viða­mikil og fjöl­breytt. „Þetta eru verk frá allri Skandinavíu, náttúr­lega. Það eru fjöl­margir tón­leikar en líka alls konar við­burðir, vinnu­stofur og mál­stofur sem tengjast þema há­tíðarinnar, Impact.“

Sam­hliða há­tíðinni er haldin hljóð­færa­sýning í Ráð­húsi Reykja­víkur sem tón­listar­maðurinn Hall­dór Eld­járn sýningar­stýrir þar sem sjá má ný hljóð­færi eftir sex hljóð­færa­smiði.

„Þar verða til sýnis nokkrar upp­finningar góðra manna eins og til dæmis Dóró­fónn Hall­dórs Úlfars­sonar sem Hildur Guðna­dóttir notaði í Joker og hefur verið að spila á í sinni list­sköpun. Svo er Segul­harpa eftir Úlf Hans­son sem Björk hefur leikið á. Þetta er mjög á­huga­verð og fjöl­breytt sýning,“ segir Tinna.

Á fimmtu­dag verður svo haldin svo­kallaður pop-up við­burður þar sem gestir fá tæki­færi til að hitta hljóð­færa­smiðina, heyra tón­dæmi og jafn­vel prófa nokkur hljóð­færi á sýningunni. Auk þess hafa verið haldnar vinnu­smiðjur tengdar sýningunni í Lista­há­skóla Ís­lands í að­draganda há­tíðarinnar.

Vinnu­stofa ungs fjöl­miðla­fólks

Þá er einnig haldin vinnu­stofa fyrir ungt fjöl­miðla­fólk í sam­starfi við Tón­listar­borgina Reykja­vík, Mennta­skóla í Tón­list, LHÍ, og RÚV þar sem ungt og upp­rennandi fjöl­miðla­fólk fær leið­sögn í að skrifa greinar og um­sagnir um við­burði og tón­leika Nor­rænna músík­daga. Vinnu­stofuna leiðir þýska tón­listar­blaða­konan Juli­a Kaiser sem hefur haldið sam­bæri­legar vinnu­stofur undir heitinu Jun­geR­eporter á tón­listar­há­tíðum víða um heim.

„Þetta er of­boðs­lega flott vinnu­stofa sem Juli­a Kaiser er með. Þátt­tak­endur eru meðal annars að gera hlað­vörp og skrifa greinar og við búumst við gagn­rýni frá þeim, sem er mjög spennandi að sjá. Þau eru þarna bara úti um allt í hverju skúma­skoti á há­tíðinni,“ segir Tinna.

Sam­fé­lags­leg staða tón­listar

Á meðal flytj­enda og tón­listar­hópa sem koma fram á Nor­rænum músík­dögum í ár eru Strok­kvartettinn Siggi, Ensemble Adapter, Kammer­sveit Reykja­víkur, Dúó Harp­verk, Caput Ensemble og fær­eyski kammer­hópurinn Aldu­báran.

„Fókus­punkturinn er á Ís­land og þetta eru mest­megnis ís­lenskir flytj­endur. Pælingin er að virkja það tón­listar­fólk sem er á hverjum stað. En við erum líka með er­lenda gesti, við erum til dæmis með hóp frá Fær­eyjum og svo erum við með skoska sendi­nefnd, hljóm­sveitina Dop­ey Mon­k­ey,“ segir Tinna.

Þema há­tíðarinnar í ár er Im­pact en með því hug­leiða Nor­rænir músík­dagar stöðu tón­listar og lista í fé­lags­legu, pólitísku og vist­fræði­legu sam­hengi.

„Okkur langaði að rann­saka svo­lítið hvernig við getum skoðað sam­fé­lagið betur með það að mark­miði að hafa á­hrif. Við erum með mál­stofur sem fjalla um jaðar­hópa á borð við inn­flytj­endur í tón­list á Ís­landi. Þannig að það er verið að reyna að fara út í sam­fé­lagið á breiðari grund­velli. Þetta er eitt­hvað sem hefur kannski vantað svo­lítið í klassíska tón­list en þetta er að aukast rosa­lega mikið á Norður­löndunum.“