Tón­leika­röðin Á ljúfum nótum rennur af stað eftir hlé á morgun, fimmtu­daginn 26. ágúst. Þeir verða í Frí­kirkjunni við Tjörnina.

Efnis­skráin saman­stendur af hressum og skemmti­legum gítar­verkum sem Óskar Magnús­son gítar­leikari og flytjandi á tón­leikunum hefur haldið mikið uppá í gegnum árin. Verkin eru frá Suður-Ameríku og Frakk­landi.

Tón­leikarnir hefjast klukkan 12 og taka um hálfa klukku­stund. At­hugið að ekki er tekið við greiðslu­kortum við inn­ganginn.