Bandaríska tónlistarkonan Beyoncé hefur tilkynnt að hún mun hefja tónleikaferðalag um Evrópu og Norður-Ameríku í sumar undir heitinu „Renaissance World Tour.“
Beyoncé birti mynd af sér á samfélagsmiðlum í gær fáklæddri á glóandi silfurhesti sem er sambærileg myndinni á nýjustu plötu hennar, Renaissance, eða endurreis sem kom út í fyrra sumar. síðasta plata hennar þar á undan kom út árið 2016 sem ber heitið Lemonade.
Tónlistarkonan mun koma fram á fimmtán tónleikum í Evrópu og verða þeir fyrstu haldnir í Stokkhólmi þann 10. maí.
Þar eftir er förinni heitið til Bretlands, Spánar, Frakklands, Þýskalands, Hollands, Danmerkur og Póllands. Þá mun hún halda tuttugu og sex tónleika í Kanda og Bandaríkjunum.
Ætla má að tónleikarnir verða vel sóttir enda hefur Beyoncé ekki farið í tónleikaferðalag síðan árið 2018.