Tónar og ljóð Valgerðar nefnast tónleikar Valgerðar Jónsdóttur, tónlistarkonu frá Akranesi, sem haldnir verða í Hannesarholti í kvöld, fimmtudagskvöldið 3. júní klukkan 20.00. Á dagskrá tónleikanna verður fjölbreytt blanda af tón- og textasmíðum Valgerðar, en hún hefur bakgrunn í klassískri tónlist sem og popp-og þjóðlagatónlist, sem endurspeglast í tónlist hennar. Valgerður syngur og leikur á píanó/gítar, en með sér á tónleikunum hefur hún hóp samstarfsfólks sem hún hefur unnið með áður við ýmis tónlistartengd verkefni. Þá verða flutt nokkur íslensk þjóðlög í í bland við frumsömdu lögin.

Á tónleikunum verður flutt lag Valgerðar við ljóð Hannesar Hafstein: Áraskiptin 1901-1902, sem hlaut fyrstu verðlaun í lagakeppni Hannesarholts haustið 2020.

Með Valgerði á tónleikunum leika: Þórður Sævarsson á gítar, Sylvía Þórðardóttir á harmonikku, ukulele og söng, Sveinn Arnar Sæmundsson á píanó, Arnar Óðinn Arnþórsson á trommur og Sveinn Ómar Grímarsson á bassa.