Tón­listar­maðurinn og rokk­goð­sögnin Tommy Lee gerði hið stór­undar­lega og birti mynd af fermingar­bróður sínum á Insta­gram, en færslan hefur vakið mikla at­hygli.

Tommy Lee er 59 ára og er fyrrum trommari hljóm­sveitarinnar Mötl­ey Crue. Ný­verið voru gerðir þættir um frægt hjóna­bands hans og leik­konunnar Pamelu Ander­son, en árið 1995 var mynd­bandi af hjónunum að stunda kyn­ferðis­legar at­hafnir stolið og gefið út á inter­netinu.

Lee birti myndina á Insta­gram fyrr í dag og er hún enn uppi. Það er sér­stak­lega um­deilt í ljósi þess að Insta­gram bannar allar mynd­birtingar af ­brjóstum kvenna á sam­fé­lags­miðlinum.

Lee var gestur á heimilum lands­manna þegar Magni Ás­geirs­son tók þátt í Rockstar Supern­ova, en Lee var einn af dómurum þáttanna.

Uppfært:

Færslunni hefur nú verið eytt af Instagram.

Instagram-færsla Lee er komin með yfir 40 þúsund „like“.
Skjáskot/Instagram