Tómas A. Tómas­son, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, skellti sér í bíó um helgina og sá hasar­myndina Leyni­lögga í leik­stjórn Hannesar Þórs Hall­dórs­sonar.

Tómas, sem er ný­kjörinn þing­maður Flokks fólksins, hafði gaman af myndinni ef marka má færslu hans á Twitter í gær.

„Fór að sjá Leyni­lögga. Góður leikur leikaranna, endirinn lyftir henni upp í hæstu hæðir,“ segir Tommi.

Frétta­blaðið sagði í síðustu viku frá bíó­ferð Tomma á nýjustu James Bond-myndina, No Time To Die, og virðist Leyni­lögga slá Bond ræki­lega við í hans huga. Í færslu á Twitter-síðu sinni í síðustu viku sagðist hann hafa gengið út fyrir hlé og að myndin hafi valdið honum miklum von­brigðum.

Leyni­lögga hefur fengið fínar við­tökur, bæði hér á landi og er­lendis, síðan hún var frum­sýnd. Með helstu hlut­verk fara Auðunn Blön­dal, Egill Einars­son og Steinunn Ó­lína Þor­steins­dóttir.