Tómas A. Tómas­son, veitinga­maður kenndur við Búlluna og nú þing­maður Flokks fólksins, skellti sér í bíó í gær­kvöldi. Tómas, eða Tommi eins og hann er gjarnan kallaður, sá nýju James Bond-myndina og var ekki ýkja hrifinn ef marka má færslu á Twitter-síðu hans.

„Fór að sjá frekar slappa James Bond 007. Varð fyrir von­brigðum, fór út fyrir hlé,“ segir Tommi.

Myndin, No Time To Die, hefur fengið á­gætis dóma frá gagn­rýn­endum og til að mynda fullt hús hjá bresku miðlunum Telegraph og Guar­dian. Þá fékk hún góða dóma hjá gagn­rýnanda Frétta­blaðsins á dögunum.

Tommi bætir við í færslu sinni að hann skilji vel að Daniel Cra­ig sé nú hættur sem James Bond. Hann hafi séð Casino Roya­le frá árinu 2006 fyrir skömmu og ekki sé hægt að bera þessar tvær myndir saman. Tommi viður­kennir í lok færslunnar að hann sé af gamla skólanum og Sean Connery sé hans James Bond.