Breski leikarinn Tom Felton, sem allir helstu Harry Potter nördar þekkja vel fyrir að túlka hlutverk Draco Malfoy í Harry Potter kvikmyndunum, birti mynd af sér á Instagram við hliðina á gamallri ljósmynd af sér í umræddu hlutverki.

Undir myndina skrifaði hann: „Ellikerling er ógeðsleg,“ og gaf þannig að skyn að hann hafi ekki elst vel.

View this post on Instagram

Agings a bitch

A post shared by Tom Felton (@t22felton) on

Það er þó ekki í frásögur færandi, en fyrrum samleikari hans, Matthew Lewis sem lék Neville Longbottom, setti athugasemd við myndina:

„Talaðu fyrir sjálfan þig, vinur,“ skrifaði hann. Athugasemdin hefur fengið gríðarleg viðbrögð en eins og flestir vita þá hefur Lewis elst eins og eðalvín.

Óhætt er að segja að Matthew Lewis hafi breyst ótrúlega mikið frá því að við sáum hann fyrst í Harry Potter kvikmyndunum.

Felton birti á dögunum gamalt og skemmti­legt mynd­band af töku­stað Harry Potter kvik­myndanna á Insta­gram síðunni sinni. Í mynd­bandinu má sjá hann og Emmu Wat­son í skemmti­legum leik.

View this post on Instagram

Champion #Slytherin

A post shared by Tom Felton (@t22felton) on