Stór­leikarinn Tom Cru­ise lenti með þyrlu í garði fjöl­skyldu í Warwicks­hire í Eng­landi. Hann er í landinu við upp­tökur á nýjustu Mission: Impossi­ble myndinni, sam­kvæmt frétt frá The BBC.

Hann er á­samt sam­starfs­konu sinni Hayl­ey Atwell við tölur í verslunar­mið­stöðinni Grand Central í Birming­ham.

Móðurinni, Ali­son Webb, hafði verið tjáð að ó­nefndri stjörnu hefði seinkað og bráð­vantaði lendingar­pall þar sem næsti flug­völlur var lokaður. Hún var ekki að búast við því að hitta jafn mikla stjór­stjörnu og Tom Cru­ise.

Tom Cru­ise bauð börnunum parsins upp á þyrlu­flug í þakkar­skyni og stillti sér upp fyrir myndum með fjöl­skyldunni.

Níu ára dóttir parsins sagðist ekki vita hver maðurinn væri ná­kvæm­lega en vera þó hár­viss um að hann væri pott­þétt frægur.