Banda­ríski Hollywood leikarinn Tom Cru­ise braut relgurnar þegar hann rétti Katrínu Midd­let­on, her­toga­ynju af Cam­brid­ge hjálpar­hönd á dögunum á heims­frum­sýningu Top Gun: Ma­verick.

Eftir því hefur verið tekið og var leikaranum reynda hrósað í há­stert af breskum götu­blöðum fyrir at­vikið. Katrín og Vil­hjálmur voru meðal gesta á stjörnum prýddri frum­sýningunni á myndinni þar sem Tom Cru­ise fer að sjálf­sögðu með aðal­hlut­verkið.

Reglur um sam­skipti al­mennings við konungs­fjöl­skylduna kveða á um að þau skuli ekki snert. Leikaranum var slétt sama, sem betur fer kannski.

Katrín mætti á rauða dregilinn í glæsi­legum kjól og háum hælum. Tom lét ekki sitt eftir liggja og leiddi her­toga­ynjuna um rauða dregilinn. Bresku götu­blöðin segja leikarann sann­kallaðan herra­mann og les­endur þeirra líka.

„Hvílíkur herra­maður! Tom Cru­ise í essinu sínu og Katrín glæsi­leg,“ skrifar einn lesandi á sam­fé­lags­miðilinn Twitter. Myndin hans, Top Gun: Ma­verick sem er fram­hald af hinni 36 ára gömlu Top Gun hefur al­mennt verið vel tekið af gagn­rýn­endum en myndin hefur beðið frum­sýningar í tæp tvö ár vegna heims­far­aldursins sem nú virðist vera yfir­staðinn.

Skjáskot/The Sun