Bandaríski Hollywood leikarinn Tom Cruise braut relgurnar þegar hann rétti Katrínu Middleton, hertogaynju af Cambridge hjálparhönd á dögunum á heimsfrumsýningu Top Gun: Maverick.
Eftir því hefur verið tekið og var leikaranum reynda hrósað í hástert af breskum götublöðum fyrir atvikið. Katrín og Vilhjálmur voru meðal gesta á stjörnum prýddri frumsýningunni á myndinni þar sem Tom Cruise fer að sjálfsögðu með aðalhlutverkið.
Reglur um samskipti almennings við konungsfjölskylduna kveða á um að þau skuli ekki snert. Leikaranum var slétt sama, sem betur fer kannski.
Katrín mætti á rauða dregilinn í glæsilegum kjól og háum hælum. Tom lét ekki sitt eftir liggja og leiddi hertogaynjuna um rauða dregilinn. Bresku götublöðin segja leikarann sannkallaðan herramann og lesendur þeirra líka.
„Hvílíkur herramaður! Tom Cruise í essinu sínu og Katrín glæsileg,“ skrifar einn lesandi á samfélagsmiðilinn Twitter. Myndin hans, Top Gun: Maverick sem er framhald af hinni 36 ára gömlu Top Gun hefur almennt verið vel tekið af gagnrýnendum en myndin hefur beðið frumsýningar í tæp tvö ár vegna heimsfaraldursins sem nú virðist vera yfirstaðinn.
