ELKO hefur verið með könnun í gangi sem tengist fermingum. ELKO sendi könnun á póstlista sinn og yfir sex þúsund svör hafa borist.

„Rétt eins og gera mátti ráð fyrir þá tróna bæði tölvur og símar á toppnum sem fermingargjöf ársins. Í könnuninni mátti sjá að bæði tölvur og símar voru á óskalista hjá um og yfir 50% svarenda væru þau að fermast í dag,“ segir Arinbjörn Hauksson, forstöðumaður markaðsmála hjá ELKO.

„Hvað varðar tölvur þá er það breiður flokkur, allt frá spjaldtölvum, fartölvum (PC og Macbook) og gaming-leikjatölvur og því úr miklu að velja. Á fermingaraldrinum eru margir farnir að skipta út fjarstýringunum í leikjaspilun yfir í lyklaborð og mús en þó er ekkert lát á vinsældum PlayStation5-leikjatölvunnar en hún var á óskalista tæplega 30% svarenda. Tölvan er nú loks til á lager eftir að hafa verið meira og minna uppseld síðan hún kom út árið 2020.

Það verður einnig spennandi að sjá hvort ný sýndarveruleikagleraugu frá PlayStation komi til með að seljast upp fyrir fermingar en um er að ræða VR-gleraugu sem koma til með taka leikjaupplifun margra leikja upp á allt annað stig,“ segir Arinbjörn.

Tónlistarupplifun hefur svo verið á fermingargjafalistanum eins lengi og maður man eftir sér en auðvitað tekur vöruúrvalið miklum breytingum og í stað þess að vera að horfa á stereó-græjur eins og í gamla daga þá koma gæða Bluetooth- og WiFi-hátalarar sterkir inn ásamt heyrnartólum sem fást í ótrúlegu úrvali í dag. Sjónvörp voru einnig ofarlega á lista ásamt snjallúrum, hlaupahjólum, hármótunarvörum og 3D prenturum,“ segir Arinbjörn.

Arinbjörn segir að ELKO leggi mikið upp úr því að vera með puttann á púlsinum þegar það kemur að fermingargjöfum og mikilvægt sé að bjóða upp á breitt verðbil fermingargjafa sem eigi eftir að slá í gegn.

„Bæði viljum við aðstoða viðskiptavini að finna réttu gjöfina sem fylgir fermingarbörnum inn í framtíðina en einnig viljum við tryggja að allar gjafir frá okkur hitti í mark og til dæmis um það þá höfum við framlengt skilarétt á fermingargjöfum til 30. júní, sem gerir ríflega 100 daga skilarétt séu fermingargjafir keyptar í dag.“

Bjóða upp á aðra fermingarmynd

Það kennir ýmissa grasa í könnun ELKO. Til að mynda kemur í ljós að 24% viðskiptavina voru óánægð með fermingarmyndina sína og væru til í að taka hana aftur. Þá sögðust 20% ekki hafa farið í fermingarmyndatöku.

„ELKO ætlar að taka málin í sínar hendur og bjóða viðskiptavinum að koma í ELKO í Lindum til þess að taka aðra fermingarmynd. Þetta verður í boði frá 16. mars til 16. apríl. Það verða kyrtlar á staðnum og það eina sem viðskiptavinir þurfa að gera er að mæta á staðinn og smella mynd af sér. Þeir sem deila myndinni á Instagram-vegginn sinn og nota myllumerkið #ELKOFERMING eiga svo möguleika á því að vinna 100.000 króna inneign í ELKO,“ segir Arinbjörn.

Ein af spurningunum í könnum ELKO er á þessa leið: Hvað á að bjóða gestunum upp á?

Heitir brauðréttir skora hæst en pinnamatur og brauðtertur fylgja þar fast á eftir. Þá eru þeir margir sem vilja nánast þriggja rétta matseðil með kjöti, sósu og meðlæti ásamt eftirréttum.

iPhone 14 er vinsæl fermingargjöf.
Lenovo Idea PadGaming leikjatölvaer vinsæl fermingargjöf.