Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir, þing­kona Við­reisnar, hefur á­kveðið að mæta ekki aftur í vinnuna með and­lits­grímuna sem hún mætti með í dag. Hún segist hafa áttað sig á því eftir at­huga­semd annars þing­manns að út­lit grímunnar minnti ó­þægi­lega á blúndu­nær­buxur.

„Í mörg ár hef ég verið að­dáandi Ruth Bader Gins­burg. Svo mikill að vin­kona mín gaf mér um daginn grímu með hvítan kraga, eins og RBG var gjarnan með við dómara­skikkjuna. Ég gekk stolt inn í þing­húsið og merkti að gríman vakti eftir­tekt. Það gat ég skilið,“ skrifar Þor­björg á Face­book í dag.

„Síðan gerðist svo­lítið. Góður sam­starfs­maður spurði mig um nýju grímuna. Ég sá að hann virtist hugsi. “Kannski svo­lítið eins og þú sért með nær­buxur yfir and­litinu”, sagði hann,“ segir Þor­björg. Andrés Ingi, þing­maður utan flokka, gengst þá við því í at­huga­semd við færsluna að vera „góði“ sam­starfs­maðurinn sem benti Þor­björgu á þetta.

Og at­huga­semdin virðist hafa setið í Þor­björgu: „Ein þessara stunda þegar myndin breytist. Snögg­lega,“ skrifar hún. „Það er auð­vitað eitt­hvað veru­lega brogað við að ganga um Al­þingi með nær­buxur yfir and­litinu. Fór heim, lagðist upp í sófa og kvaddi grímuna eftir sam­veru einn stuttan en góðan dag.“

Í mörg ár hef ég verið aðdáandi Ruth Bader Ginsburg. Svo mikill að vinkona mín gaf mér um daginn grímu með hvítan kraga,...

Posted by Thorbjorg Sigridur Gunnlaugsdottir on Friday, 4 December 2020