Lífið

Tókust á við óttann við drukknun

Keppendur í raunveruleikaþáttunum Fear Factor tókust á við ótta sinn um að drukkna í rosalegum áskorunum sem má sjá í myndbandi.

Ein af mörgum ógnvekjandi áskorunum úr þáttunum.

Ótrúlegar raunir nokkurra keppenda í raunveruleikaseríunni Fear Factor hafa vakið athygli netverja að undanförnu en þættirnir eru nú framleiddir af MTV og í stjórn rapparans Ludacris sem fyllir þannig í skarð Joe Rogen, sem sá um stjórn þáttanna á árum áður þegar þeir voru hvað vinsælastir.

Í myndbandinu sem sést hér að neðan sjást nokkrar mismunandi þrautir en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda hættulegar aðstæður í vatni. 

Þannig eru keppendur fastir ofan í glerbúrum sem fyllast af vatni, eða þá flugvél, bíl eða annarskonar lokuðu rými sem keppendur þurfa þá að koma sér úr innan tímamarka og geta þannig unnið allt að fimmtíu þúsund bandaríkjadollara, eða því sem nemur sex milljónum íslenskra króna.

Óhætt er að segja að um sé að ræða nokkuð hrollvekjandi myndband sérstaklega fyrir þá sem hræðast drukknun en það skal alls ekki reyna þetta heima. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Menning

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Lífið

Margt er gott að glíma við

Auglýsing

Nýjast

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Freistandi konudagsréttir

Upplifa enn mikla skömm

Kvika er hryllingssaga um ástina

Leyfir gestum að húðflúra sig á sýningu

Auglýsing