Tökur á þriðju sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð standa yfir á Seyðisfirði í dag. Tökurnar hófust í morgun og hafa Seyðfirðingar m.a. séð Baltasar Kormák og Ólaf Darra á röltinu um bæinn í dag.

Samkvæmt Austurfréttum var auglýst eftir aukaleikurum fyrir þáttaröðina í morgun og tókst fljótlega að manna þær stöður sem voru í boði. Ástæða þess að auglýst var eftir leikurum með svo skömmum fyrirvara var að leikarar frá Egilstöðum sem áttu að fara með hlutverkin komust ekki.

Sjón­varpsþætt­irn­ir Ófærð hafa notið mik­illa vin­sælda á síðustu árum bæði hér heima og er­lend­is. Þætt­irn­ir fjalla um lög­reglu­mann­inn Andra Ólafs­son sem leik­ar­inn Ólaf­ur Darri Ólafs­son túlk­ar. Leikstjórn Ófærðar 3 er í höndum Baltasar Kormáks, Barkar Sigþórssonar, og Katrínar Björgvinsdóttur.

Í þriðju þáttaröðinni sem kemur út í vor er hrottalegt morð framið á afskekktu landi sértrúarsafnaðar norður í landi. Lögreglumaðurinn Andri fær þá óvænt tækifæri til að bæta fyrir gamlar misgjörðir í starfi, sem hafa fylgt honum eins og skuggi árum saman.