Margir vinnu­staðir, verslanir og þjónusta af ýmsum toga hafa neyðst til þess að loka tíma­bundið fyrir starf­semi í kjöl­far kóróna­veirunnar. Þar á meðal má nefna hár­greiðslu­stofur sem margir hverjir sækja reglu­lega.

Mörgum gæti þótt það freistandi að grípa sjálfir í skærin til þess að við­halda greiðslunni og hugsa jafn­vel með sér hversu erfitt það geti nú verið. Það er aftur á móti ekki góð hug­mynd eins og þessar myndir af fólki sem tók málin í sínar hendur sýna okkur, enda er á­stæða fyrir því að hár­greiðsla er kennd í fjögurra ára fram­halds­skóla­námi.

Það er ekki jafn auðvelt og það sýnist að raka svokallað „fade in."
Mynd:SWNS
Þessi stúlka var orðin þreytt á toppinum sínum og ákvað að klippa hann sjálf.
Mynd:SWNS
Hún sá strax eftir þeirri ákvörðun.
Mynd:SWNS
Ekki reyna að gera jafna línu aftan á hnakkanum á sjálfum þér. Það mun ekki takast.
Mynd:SWNS
Þessi lína er kannski jöfn en þú skalt samt bara leyfa hárgreiðslufólkinu að vinna vinnuna sína.
Mynd:SWNS
Þetta „fade in" gengur engan vegin upp.
Mynd:SWNS
Það eru engin orð.
Mynd:SWNS