Dýr

Tóku móður­lausa Tangó og Cash að sér

Litlu andar­ungarnir, Tangó og Cash, fengu í dag nýtt heimili hjá parinu Krist­rúnu og Arnari. Vist unganna er þó tíma­bundin þar sem þau hyggjast fara með þá niður að tjörn á morgun. Báðum líður vel eftir busl dagsins.

Ungarnir hafa fengið að busla og borða heima hjá Kristrúnu og Arnari.

Tveir litlir andarungar, sem ráfað höfðu stefnulausir á umferðargötu í Hafnarfirði, eignuðust nýtt heimili í dag. Þau Kristrún Úlfarsdóttir og Arnar Magnússon gengu fram á ungana tvo á Strandgötu fyrr í dag og tóku þá með sér heim.

„Þeir eru að plumma sig mjög vel,“ segir Kristrún í samtali við Fréttablaðið en þau Arnar hafa komið ungunum fyrir og gefið þeim vatn, mat og hlýju. „Við tókum þá upp og löbbuðum í kring og niður að tjörninni en þar var ekkert að sjá, engar endur og ekki neitt,“ segir Kristrún en leitin að andamömmu bar ekki árangur.

Þá hafi þau næst farið niður í Húsdýragarðinn í Laugardal þar sem þau fengu þau svör að garðurinn tæki ekki við ungum. „Það var þá annað hvort að skilja þá eftir til að deyja eða taka þá með heim,“ segir Kristrún en ungarnir munu aðeins dvelja heima hjá parinu tímabundið.

Fara með ungana niður að tjörn

Á morgun ætli þau sér að fara niður að tjörn við Norræna húsið þar sem töluvert er um endur af sömu tegund. „Ég talaði við fuglasérfræðing sem benti okkur á að finna sömu tegund af öndum þarna sem er með unga. Þær eru yfirleitt viljugar til að bæta við sig,“ segir hún. Gangi það ekki upp búa þau svo vel að eiga vin sem býr hjá Þjórsá sem boðist hefur til að taka ungana í fóstur og undirbúa þá fyrir að komast út í náttúruna.

Andamamma og andapabbi. Kristrún og Arnar hafa tekið að sér Tangó og Cash tímabundið.

Ungarnir tveir hafa það náðugt heima hjá Kristrúnu og Arnari að svo stöddu en þeir eru búnir að fá vel að borða og þá hafa þeir buslað í vatni. Þessa stundina sofa þeir síðan værum blundi og hjúfra sig upp að hvor öðrum.

En eru þeir komnir með nöfn?

„Já, þeir heita Tangó og Cash,“ segir Kristrún að lokum en hasarþyrstir kvikmyndaaðdáendur muna eflaust margir hverjir eftir raunum lögreglumannanna Raymond Tango og Gabriel Cash, sem leiknir voru af Sylvester Stallone og Kurt Russell, í kvikmynd frá árinu 1989.

Tangó er hér í forgrunni en Cash fyrir aftan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Þegar tungu­málið hljóp með Ís­lendinga í gönur

Tíska

Chanel tilkynnir eftirmann Lagerfeld

Lífið

Hóta að dreifa klám­mynd­bandi af Eddu: „Nú bíð ég spennt!!!!“

Auglýsing

Nýjast

Ís­lands­svín vekja furðu og hroll með aug­lýsingu

Lagst­ur und­ir hníf­inn: „Aksturs­hæfn­in dvín“

Fann fljótt að þetta gerði mér gott

Eld­húsið færir hana nær heima­slóðunum

Hin myrka hlið ástarinnar

Pottaplöntuæði runnið á landsmenn

Auglýsing