Sverrir Nor­land rit­höfundur lenti í því ó­happi að bókin Felu­leikur, sem hann þýddi fyrir AM for­lag, eftir mynd­höfundana Lolitu Séchan og Camil­le Jour­dy, inni­hélt prent­galla.

„Það eru prent­gallar í þessu fyrsta upp­lagi – og því höfum við tekið bókina úr sölu í búðum. Við fiskuðum út þau ein­tök sem eru næst því að standast gæða­kröfur AM for­lags og ætlum að halda þeim í sölu á vef­síðunni okkar, am­for­lag.com, á hálf­virði,“ segir Sverrir á Face­book.

Hann segir að fæstir les­endur komi til með að taka eftir göllunum. „En við erum í þessum bransa til að gera eins fal­legar bækur og við mögu­lega getum. Engin miskunn. Við erum ekkert að grínast,“ segir Sverrir og bætir við að nýtt upp­lag af bókinni komi fyrir jól.

„Þessi bók er hins vegar stór­feng­lega skemmti­leg og ég vona að þið njótið hennar sem flest. Sem sagt: Hreppa má góðu ein­tökin á hálf­virði á síðunni okkar meðan birgðir endast, á að­eins 1.745 kr.“

Sverrir skemmti sér vel við þýðingu bókarinnar.

„Það var gaman að ís­lenska hana og leika sér með textann, og ég fékk meira að segja leyfi hjá Svein­birni I. Bald­vins­syni til að nota nokkur vel valin brot úr Laginu um það sem er bannað.“

Sverrir Norland með eintak af bókinni Felu­leikur.
Mynd/Aðsend