„Þessi Ayahuasca-serímónía var það stórkostlegasta sem ég hef upplifað,“ segir Ásdís Olsen um reynslu sína af því að taka inn hugvíkkandi efni.

Í þættinum Undir yfirborðið fáum við að fylgja Ásdísi eftir í Ayahuasca-athöfn sem haldin er á leynilegum stað í nágrenni Reykjavíkur.

Hún er í annarlegu ástandi þegar hún stelst til að taka upp á símann sinn til að lýsa því sem hún er að upplifa. „Ég finn allar þessar stórkostlegu tilfinningar og ekki bara eins og maður heldur að tilfinningar séu, heldur [...] ég hef oft talað um kærleika og þjónustu, en nú veit ég hvað það er,“ segir Ásdís í myndbandinu.

Dr. Haraldur Erlendsson geðlæknir fer síðan með Ásdísi í gegnum þessa reynslu til að hjálpa henni að vinna úr upplifuninni og nýta þessa reynslu til gagns.

Undir yfirborðið er sýndur á Hringbraut á þriðjudagskvöldum klukkan 19:30 og endursýndur á laugardag klukkan 19.