Það er ó­hætt að segja að opin­berun Auðar Jóns­dóttur rit­höfundar nú á dögunum um merkingu þess að setja ananas ofan í körfu hjá sér í Hag­kaup úti á Sel­tjarnar­nesi, hafi valdið nokkru fjaðra­foki í net­heimum. Stólpa­grín hefur verið gert af málinu og verslunin sjálf tekið þátt.

„Um­hyggju­söm vin­kona: Ef þú setur ananas í körfuna þína á á­kveðnum tíma í Hag­kaup úti á Nesi, þá gefurðu merki að þú sért til í maka­skipta-partí. Það er víst svo mikið swing-að á Nesinu!“ skrifaði Auður í ör­laga­ríkri Twitter-færslu þann 4. janúar síðast­liðinn. Ó­hætt er að segja að við­brögðin hafi ekki látið á sér standa.

„Bíddu...og hvað svo? Kaupir fólk ananasinn og hittist með hann á ein­hvers staðar eða gengur það bara um búðina með ananasinn í körfunni þar til e-r gerir til­boð í ananas­s­kipti? Er starfs­fólkið in on it?“ spyr Una Björk Kjerulf undir færslu Auðar við miklar undir­tektir.

„En hvað með fólkið sem þarf nauð­syn­lega ananas á þessum tíma? Neyðist það bara til að lána makann sinn í korter?“ spyr Rakel Lára og bendir Kristinn Þór Sigur­jóns­son á að málið seti stóra „ananas á pizzu málið“ í nýtt sam­hengi.

Þá taka leikara­hjónin Gísli Örn Garðars­son og Nína Dögg Filippus­dóttir að sjálf­sögðu þátt og birtir Gísli mynd af sér með ananas í Hag­kaup úti á nesi á­samt eins­konar ljóði. „Fór í Hag­kaup. Fann ananasinn. Týndi Nínu. Hefur eh séð hana...?“

Aðrir taka að sjálf­sögðu þátt í glensinu, meðal annars í eigin færslum á Twitter. Bryn­hildur Yrsa Val­kyrja birtir þar mynd af ananas ofan í Hag­kaups­körfu. „Skellti ananas í körfuna en samt hljóp ekki á snærið hjá mér. Virkar greini­lega ekki í Hag­kaup í Garða­bæ.“

Magnús Þórarins­son lýsir því hins vegar hvernig hann forðaðist ananasinn. „Tók á mig stóran hring til að forðast ferska ananasinn í Hag­kaup á Nesinu áðan,“ skrifar Magnús sem gengur skrefinu lengra. „Til að gefa alveg kýr­skýr skila­boð þá setti ég banana­knippi og smokka­pakka í körfuna.“ Þá greip verslunarkeðjan að sjálfsögðu gæsina og birti Facebook færslu þar sem tekið er fram að nóg sé til af ananas í Hagkaup.