Áhrifavaldurinn og markarðsstjórinn Sólrún Diego sýndi frá sniðugri hugmynd af samverudagatali fyrir fjölskylduna í desember á Instagram í gær.

Sólrún keypti lítil pappahús sem hún mun merkja með tölustöfunum einn upp í tuttugasta og fjórða, og þar eftir setja miða með einhverri samveru í húsið.

„Samveran þarf ekki að kosta neitt frekar en maður vill. Krakkarnir mínir elska þetta dagatal og bíða spennt eftir desember þar sem er alltaf eitthvað smá planað að gera saman,“ skrifar Sólrún sem er virðist afar skipulögð í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur.

Dagatalið hennar Sólrúnar.
Fréttablaðið/Skjáskot

Hugmyndir af samveru:

 • Skreyta jólatré
 • Lita jólamyndir
 • Horfa á jólamydnir
 • Búa til jólakort eða merkimiða
 • Baka smákökur
 • Jólaperla
 • Út að renna eða leika
 • Jólabíó og gistipartí í stofunni
 • Búa til snjókarl
 • Fara í Spilavini
 • Vasaljósaganga
 • Föndra saman
 • Heitt kakó
 • Bíltúr að skoða jólaljós
 • Bókasafnið að skoða jólabækur
 • Jólaþorpið í Hafnarfirði
 • Gjöf undir tréð í Kringlunni
 • Fara á skauta
 • Jólaspil
 • Búa til jólaísinn
 • Skutla jólagjöfum
 • Heitt kakó og labba í bænum
 • Öll saman að hafa kósý