Steven Tyler verður 72 ára í mars en kærastan er 32 ára. Það er talsverður aldursmunur sem þau láta ekki á sig fá. Steven kom fram á Grammy ásamt hljómsveit sinni, Aerosmith, sem fagnar um þessar mundir 50 ára starfsafmæli. Aerosmith kom fyrst fram í Boston árið1970. Steven flutti eitt af vinsælustu lögum sínum. Walk This Way, frá árinu 1986 á hátíðinni. Uppákoman þótti mögnuð og var líkt við dýnamíska sviðsframkomu. Steven er annars einnig þekktur fyrir sérstakan fatastíl sinn sem oft er mjög litríkur og jafnvel kvenlegur.

Mick Jagger hefur alltaf verið átrúnaðargoð Stevens en þeir þóttu ótrúlega líkir á yngri árum. Ágætis vinskapur er á milli þeirra. Steven ákvað sem smápjakkur að hann ætlaði sér að verða rokkstjarna og í viðtali sem hann veitti fyrir jólin sagði hann að það hefði aldrei verið neitt B-plan. Ekkert annað kom til greina. Hann hefur sannarlega staðið við þá ákvörðun þótt hann viðurkenni að margvíslegar hindranir og áskoranir hafi komið upp á þeirri vegferð. Mikil fíkniefnaneysla varð honum og hljómsveitinni nánast að falli snemma á níunda áratugnum en Steven var sá fyrsti í hljómsveitinni sem fór í meðferð.

Steven var dómari í American Idol frá árinu 2010-2012 þegar hann ákvað að sinna músíkinni meira og halda í tónleikaferð með bandinu. Hljómsveitin er í fantaformi og Steven hefur sjaldan verið skrautlegri.

Og kærastan fékk koss fyrir ljósmyndarana.
Sérstakur klæðaburður Stevens Tyler vekur alltaf athygli enda er enginn eins og hann.
Steven Tyler sat fyrir í herferð þegar ný tískulína var sýnd á Spáni sem nefnist „Time Traveler“.
Þeir Joe Perry, Steven Tyler og Post Malone voru skrautlegir á MTV-verðlaunaafhendingunni í New Yor 2018.