Lífið

Tjaldbúinn er vaknaður: „Ég svaf eins og steinn“

Ungi maðurinn, sem svaf í stórhríð við gistiheimili í Ólafsvík í nótt, er kominn á fætur. Honum varð ekki kalt í nótt en vaknaði við snjóruðningstæki.

Maðurinn var hinn hressasti í morgun, þegar hann kom á fætur. Fréttablaðið / Samsett mynd

Þetta er alltaf spurning um að vera rétt búinn,“ segir ungi Ísraelsmaðurinn sem svaf í tjaldi á bílastæði fyrir utan gistiheimilið Við Hafið í Ólafsvík í nótt. Eins og sjá má á myndum sem eigandi gistihússins tók í morgun fennti að hluta yfir tjaldið.

Maðurinn heitir Isaiah James. Hann er frá Bandaríkjunum en er fæddur og uppalinn í Ísrael. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að honum hafi alls ekki verið kalt í nótt. „Ég svaf eins og steinn,“ segir hann glaðbeittur. Það eina sem hafi raskað ró hans voru snjóruðningstækin sem fóru á stjá upp úr klukkan sex í morgun. Honum tókst þó að sofna aftur. Félagar hans tveir gistu inni í nótt.

Þeir félagarnir hafa verið á ferðalagi um landið frá 3. febrúar en hinir tveir gistu inni í nótt. 

Þeir keyrðu austur fyrir fjall og með suðurströndinni áður en ferðinni var heitið austur fyrir land og norður. Um helgina, þegar djúp lægð gekk yfir landið, voru þeir á Akureyri. Nú séu þeir komnir á Snæfellsnes. „Ísland er mjög fallegt,“ segir hann um upplifunina.

Hann segir að þetta sé ekki fyrsta nóttin hans í tjaldi í ferðinni. Þeir hafi gist í tjaldi við Skógafoss fyrir fáeinum dögum en þar hafi ekki verið snjór. „Ég er með góðan NorthFace svefnpoka,“ segir hann brattur.

Þeir félagarnir halda af landi brott á fimmtudaginn, en James bendir á að fylgjast megi með ferðalagi þeirra á Instagram.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Níu ára gömul í heimsreisu

Helgarblaðið

Svífandi silfursvanir á sjötugsaldri

Menning

Ferðalag í gegnum tímann og tómið út í óvissuna

Auglýsing

Nýjast

Helgarblaðið

Læt engan ræna mig ævintýrunum

Lífið

Ekkert er áreiðanlegra en voveiflegir atburðir

Menning

Maður getur líka verið einn og einmana í Vinabæ

Helgarblaðið

Líf kosningastjóra korter í kosningar

Helgarblaðið

Þegar pólitíkin kom til Reykjavíkur

Helgarblaðið

Ekkert meira gefandi en að leika

Auglýsing