Lífið

Tjaldbúinn er vaknaður: „Ég svaf eins og steinn“

Ungi maðurinn, sem svaf í stórhríð við gistiheimili í Ólafsvík í nótt, er kominn á fætur. Honum varð ekki kalt í nótt en vaknaði við snjóruðningstæki.

Maðurinn var hinn hressasti í morgun, þegar hann kom á fætur. Fréttablaðið / Samsett mynd

Þetta er alltaf spurning um að vera rétt búinn,“ segir ungi Ísraelsmaðurinn sem svaf í tjaldi á bílastæði fyrir utan gistiheimilið Við Hafið í Ólafsvík í nótt. Eins og sjá má á myndum sem eigandi gistihússins tók í morgun fennti að hluta yfir tjaldið.

Maðurinn heitir Isaiah James. Hann er frá Bandaríkjunum en er fæddur og uppalinn í Ísrael. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að honum hafi alls ekki verið kalt í nótt. „Ég svaf eins og steinn,“ segir hann glaðbeittur. Það eina sem hafi raskað ró hans voru snjóruðningstækin sem fóru á stjá upp úr klukkan sex í morgun. Honum tókst þó að sofna aftur. Félagar hans tveir gistu inni í nótt.

Þeir félagarnir hafa verið á ferðalagi um landið frá 3. febrúar en hinir tveir gistu inni í nótt. 

Þeir keyrðu austur fyrir fjall og með suðurströndinni áður en ferðinni var heitið austur fyrir land og norður. Um helgina, þegar djúp lægð gekk yfir landið, voru þeir á Akureyri. Nú séu þeir komnir á Snæfellsnes. „Ísland er mjög fallegt,“ segir hann um upplifunina.

Hann segir að þetta sé ekki fyrsta nóttin hans í tjaldi í ferðinni. Þeir hafi gist í tjaldi við Skógafoss fyrir fáeinum dögum en þar hafi ekki verið snjór. „Ég er með góðan NorthFace svefnpoka,“ segir hann brattur.

Þeir félagarnir halda af landi brott á fimmtudaginn, en James bendir á að fylgjast megi með ferðalagi þeirra á Instagram.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Menning

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Lífið

Margt er gott að glíma við

Auglýsing

Nýjast

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Freistandi konudagsréttir

Upplifa enn mikla skömm

Kvika er hryllingssaga um ástina

Leyfir gestum að húðflúra sig á sýningu

Auglýsing