Sjónvarpskonan Gayle King mætti í gær til spjallþáttastjórnandans Stephen Colbert og þar spurði Colbert hana út í hvað hún hugsaði þegar rapparinn R Kelly stóð upp í viðtali King við hann og fór að öskra, í mögnuðu viðtali um meint kynferðisbrot söngvarans.

Í umræddu atviki stóð söngvarinn upp í einhverskonar vænissýkiskasti og öskraði á King að kynferðisbrotamálin væru ósönn og öskraði í myndavélina að þetta snerist ekki um tónlistina hans og að hann vildi einfaldlega eiga börn sín áfram. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá hefur söngvarinn ítrekað verið sakaður um ofbeldi gagnvart konum og að halda þeim í nauðungarvist. 

Sjá einnig: R. Kelly: „Ég gerði þetta ekki!“

Colbert sagði við King í viðtalinu að hann hefði dáðst að því hvað hún var róleg þegar Kelly stóð upp og fór að öskra. 

„Þegar ég sé hann missa það, hugsaði ég bara: „Ekki fara ekki fara ekki fara,“ og ég hugsaði bara að ég væri ekki búinn að spyrja hann allra spurninganna.

Við höfum séð hann labba út úr viðtölum áður svo ég hélt hann myndi gera það,“ sagði King og sagði að hún hefði ákveðið að það hefði gert illt verra að biðja hann um að róa sig. 

„Ég ákvað bara að sitja þarna þögul og horfa á hann, svo hann myndi vita að ég væri ekki að fara neitt.“ 

Hlusta má á bæði viðtölin hér að neðan en upphlaup söngvarans má sjá á mínútu 6:15 í neðra myndbandinu.