Það eru fáar þátta­raðir sem að halda eins fast í vin­sældir sínar og gaman­þættirnir Fri­ends, en þrátt fyrir að síðasti þáttur hafi verið sýndur árið 2004 eru þeir enn fastur liður í degi margra, enda á Net­flix.

Í skemmti­legri um­fjöllun á vef banda­ríska miðilsins En­terta­in­ment We­eklyeru tekin saman tíu at­riði í þáttunum þar sem mis­mikil­vægir hlutir fóru úr­skeiðis eða vantar sam­ræmi á milli at­riða. Það er ljóst að enginn að­dáandi þáttanna getur sleppt því að láta þennan lista fram­hjá sér fara.

„The Last One“ (sería 10, þáttur 18)

Aukaleikarar fjarflytjast

Í þættinum drífa Phoebe og Ross sig í að ná Rachel á flug­vellinum en fatta svo að þau eru á röngum flug­velli. JFK flug­vellinum í stað Newark. Samt er sama fólkið á báðum flug­völlum, hafa greini­lega fjar­flust.

„The One With All the Wedding Dresses“ (sería 4, þáttur 20)

Skriftin sem hvarf

Í tveimur senum í þættinum breytist skriftin á teikni­brettinu í íbúð Joey and Chandler. Mis­dóna­legar breytingar.

„The One in Vegas“ (sería 5, þáttur 23)

Bendir með vinstri, svo með hægri

Kannski fannst fram­leið­endunum þetta fyndið. Joey segir chandler frá handa­t­ví­fara sínum og bendir á Chandler með vinstri hönd, en í næsta skoti er það hægri höndin sem er uppi.

„The One With Geor­ge Stephanopou­los“ (sería 1, þáttur 4)

Frauð­puttinn sem hverfur

Í þættinum fara Ross, Chandler og Joey á hokkí­leik og er Ross með frauð­fingur á annarri hönd. Hann er hins vegar farinn í næsta skoti. Hefði getað bjargað greyinu þegar hann fékk pökkinn í and­litið.

„The One Where Ross Finds Out“ (sería 2, þáttur 7)

Háls­menið sem birtist upp úr þurru

Þegar Rachel kemst að því að Ross og kærastan hans Juli­e eru að fara að fá sér kött, þá birtist skyndi­lega háls­men sem var ekki á henni rétt áður. Kannski er merkingin dýpri og vísar til innri bar­áttu Rachel gegn til­finningum sínum fyrir Ross.

„The One With Rachel's Date“ (sería 8, þáttur 5)

Önnur leik­kona kemur í stað Cour­ten­ey Cox

Víð­skjáir líkt og þeir sem tíðkast í dag tíðkuðust ekki árið 2001. Þökk sé nýjum sjón­vörpum getum við nú séð að í einu skoti þar sem Phoebe og Moni­ca ræða saman, er allt í einu komin ein­hver önnur kona en Moni­ca í næsta skot.

„The One With the Mugging“ (sería 9, þáttur 15)

Auka­leik­kona fyrir Jenni­fer Ani­ston í annarri blússu

Flöskur breytast í dósir

Það er af nógu að taka hvað varðar mis­tök í þessum þætti. Meðal annars auka­leik­kona í stað Jenni­fer Ani­ston og þá breytast flöskur í dósir í höndum Joey. Kannski var Joey galdra­maður.

„The One With Rachel's Ina­dver­tent Kiss“ (sería 5, þáttur 7)

Skyrta Joey breytist í peysu

Fleiri vís­bendingar um að Joey sé þrátt fyrir allt galdra­maður. Fjölu­bláa hneppta skyrtan hans breytist í rennda svarta peysu um leið og Ross opnar hurðina.

„The One With the Red Swea­ter“ (sería 8, þáttur 2)

Gjöfin pakkar sér inn saman aftur

Eftir að Moni­ca opnar einn af pökkunum sínum, er hún orðin inn­pökkuð að nýju í næsta skoti. Eins og hún hafi ekki viljað opnast án Chandlers. En hún opnaði nú allar gjafirnar án hans að lokum.