Bíla­leigan Blue Car Rental, sem er í eigu hjónanna Magnúsar Sverris Þor­steins­sonar og Guð­rúnar Sæ­dal Björg­vins­dóttur, blés til heljarinnar Oktober­fest-veislu í lok októ­ber. Öllu var til tjaldað til en rúm­lega 400 boðs­gestir sóttu við­burðinn í ár en þetta er í annað skiptið sem Blue heldur slíkan við­burð. Tíu milljónir söfnuðust og runnu til góð­gerðar­aðila á Suður­nesjum.

Oktober­fest Blue Car Rental fór fram í hús­næði fyrir­tækisins að Hólm­bergs­braut. Fór sprautu- og rúðu­verk­stæði fyrir­tækisins í gegnum alls­herjar um­breytingu og þegar búið var að klæða veggi og loft með dúkum og setja inn svið, bari, tré­bekki og borð og skreyta salina mátti varla sjá að þar væri rekið eitt stærsta sprautu­verk­stæði á Suður­nesjum. Dag­skrá kvöldsins var öll hin glæsi­legasta en fyrir utan at­riði frá gest­gjöfunum sjálfum mætti Leik­fé­lag Kefla­víkur með Rúnna Júl syrpu, Skíta­mórall tróð upp og að lokum spilaði hljóm­sveitin Alba­tross fyrir dansi. Veislunni var stýrt af heima­manninum Örvari Kristjáns­syni og þá sá Magnús Þóris og hans fólk á Réttinum um að fólk færi ekki svangt heim.

Oktober­fest Blue Car Rental í ár var „Góð­gerðar­fest“ þar sem fyrir­tækjum og ein­stak­lingum bauðst að taka þátt í að styðja góð og þörf mál­efni í nær­sam­fé­lagi Blue Car Rental en fyrir­tækið leggur gríðar­lega mikið upp úr sam­fé­lags­legri á­byrgð sinni og er dug­legt að styðja við bakið á hinum ýmsu mál­efnum. Í að­draganda kvöldsins og á kvöldinu sjálfu söfnuðust alls tíu milljónir króna frá fyrir­tækjum og ein­stak­lingum. Var sú upp­hæð látin renna til sex aðila að þessu sinni; Minningar­sjóðs Ölla, Minningar­sjóðs Ragnars Margeirs­sonar, Vel­ferðar­sjóðs Suður­nesja, Hæfinga­stöðvarinnar, fæðingar­deildar HSS og Gleym mér ei.

Fjallað er um við­burðinn í Suður­nesjamaga­síni sem sýnt er á Hring­braut á fimmtu­dags­kvöld kl. 19:30. Í mynd­skeiðinu með fréttinni má sjá hluta úr inn­slaginu um „Góð­gerðar­festið.“