Samuel Af­f­leck, sonur stór­leikaranna Ben Af­f­leck og Jenni­fer Garner, klessti Lam­borg­hini jeppa á lúxus bíla­leigu í Los Angeles. Page Six greinir frá.

Málið hefur vakið at­hygli vestan­hafs fyrir þær sakir að Samuel er að­eins tíu ára gamall og má því ekki keyra bíl, hvað þá glæsi­kerru eins og Lam­borg­hini.

Samuel var staddur á­samt föður sínum og unnustu hans, Jenni­fer Lopez á bíla­sölunni að skoða Lam­borg­hini Urus jeppa, þegar Samuel sest upp í bílinn og setur hann í bakk­gír, með þeim af­leiðingum að hann klessti á annan bíl.

Hann forðaði sér fljótt úr bílnum og hélt pabbi hans utan um hann. Sem betur fer voru engar skemmdir og enginn meiddist.

Starfs­maður á bíla­leigunni sagði að þeir feðgar væru alltaf vel­komnir aftur til þeirra.