Breskir fjöl­miðlar hafa að undan­förnu verið að fjalla um titring innan bresku konungs­fjöl­skyldunnar vegna fjögurra þátta seríu sem Channel 4 hefur boðað um rann­sóknina á dauða Díönu prinsessu.

Mun þátta­röðin, sem kallast Investigating Diana: De­ath in Paris, fjalla um þær tvær rann­sóknir sem gerðar voru um dauða prinsessunar, annars vegar þá frönsku sem gerð var 1997 og hins­vegar sem lög­reglan í Bret­landi gerði árið 2004.

Í kynningu Channel 4 á þátta­röðinni segir að þeir sem önnuðust rann­sóknina munu setjast niður í fyrsta sinn og segja sína hlið af málunum. Meðal þeirra verður Martine Mon­teil sem kom fyrst á vett­vang. Þá verða alls­konar sam­særis­kenningar skoðaðar og hraktar.

Fyrsti þátturinn mun verða sýndur á sunnu­dag og hafa breskir fjöl­miðlar verið að fjalla um að synir Díönu og Karls breta­prins, Vil­hjálmur og Harry, hafi ekki verið með í ráðum og ekki fengið að sjá nein sýnis­horn. The Telegraph segist hafa fengið það stað­fest.

Aldar­fjórðungur er síðan Díana, Dodi Al-Fayed bíl­stjórinn Henri Paul létust í hörmu­legu slysi í París en Will Jes­sop og Barna­by Peel munu halda um leik­stjóra­taumana.

Fólk um allan heim hefur minnst Díönu.