Úr­ræða­góður táningur að nafni Dor­ot­hy hefur öðlast 15 mínútna frægð í net­heimum eftir að hafa meðal annars nýtt sér ís­skáp til að birta færslur á sam­fé­lags­miðlinum Twitter eftir að móðir hennar tók af henni símann hennar. Guar­dian greinir frá.

Hin 15 ára gamla Dor­ot­hy nýtti sér ýmsar leiðir til að skrifa tíst til fylgj­enda sinna, meðal annars um­ræddan ís­skáp sem er svo­kallaður snjall­ís­skápur frá LG, Nin­tendo DS lófa­tölvu og Wii U leikja­tölvu.

Í sam­tali við Guar­dian segir hin breska Dor­ot­hy að móðir hennar hafi á­kveðið að taka af henni símann eftir að hún var of upp­tekin af símanum við elda­mennsku og kveikti þannig ó­vart í.

„Hún tók öll tækin mín svo ég myndi taka betur eftir um­hverfi mínu,“ segir hún. „Ég var í sjokki! Ég var svo á­hyggju­full af því að mér hefur leiðst í allt sumar og Twitter er góð dægra­dvöl,“ segir hún.

Á Twitter síðu Dor­ot­hy má sjá hvernig móðir hennar upp­götvar hægt og bítandi að hún er að nota hin alls­kyns tæki til að skrifa færslur á Twitter. Á endanum grípur hún til þess ráðs að tísta með ís­skápnum.

„Ég veit ekki hvort þetta muni tísta ég er að tala við ís­skápinn hvað er að mamma mín tók öll raf­tækin mín aftur,“ skrifaði hún með ís­skápnum eins og má sjá hér að neðan.