Landsmenn eru með ólíkar skoðanir, bakgrunn og hárgreiðslu en eiga það margir sameiginlegt að vera virkir á Twitter. Þar er fólk óhrætt við að deila skoðunum sínum og oftar en ekki er húmorinn hafður í hávegum.

Fréttablaðið tók saman nokkur af bestu tístum vikunnar sem slegið hafa í gegn hjá mörgum.

Bílaumferð

Fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn virðist ekki vera sá eini sem botnar ekkert í staðsetningu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.

Kvíðavaldar

Arkitektinn Jón Pétur Þorsteinsson vakti athygli á skaðlegum áhrifum áhrifavalda, sem hann vill heldur að séu kallaðir ofbeldismenn, kvíðavaldar eða neyslustjórar.

Háskólakötturinn

Það gladdi marga að sjá að háskólakötturinn Rósalind hafi komist heil á húfi eftir að vatnspípa sprakk í háskólanum.

Sparnaðarráðin

Hildur Lillendahl velti fyrir sér hvort sparnaðarráð á vefnum væru þau bestu.

Jakkafata-mengið

Fleiri veltu fyrir sér hvernig hægt væri að græða pening og benti Björn Teitsson meðal annars á þessa tækni.

Spádómsgáfan

Einhverjir voru ósáttir með stjörnuspá vikunnar.

Coca Cola eftirköst

Kórónaveirueftirköst glöddu Möggu Gauja sem getur nú drukkið Coca Cola.

Gagnrýna gagnrýni

Gagnrýni á gagnrýni ofan varð að mikilli umræðu.

Fordómar

Elísabet Herdísar og Brynjarsdóttir vakti athygli fyrir hugvekju um fordóma. Það kemst enginn hjá því að vera fordómalaus benti Elísabet á.

Bernie

Ekki er hægt að gleyma einu vinsælasta viðfangsefni Twitter í vikunni. Bernie Sanders sló rækilega í gegn með lopavettlinga sína á innsetningarathöfninni og varð yfirnótt vinsælasta meme samfélagsmiðla.