Frjótt er í­myndunar­afl net­verja en það sannaðist enn og aftur þegar Donald Trump, for­seti Banda­ríkjanna, gerðist sekur um mein­lega mál­villu þegar hann sagði frá frækinni heim­sókn sinni til bresku konungs­fjöl­skyldunnar ný­verið.

„Ég hitti og ræði við „er­lendar ríkis­stjórnir“ á degi hverjum. Nú ný­verið hitti ég Eng­lands­drottningu og prinsinn af Whales [...],“ er meðal þess sem for­setinn skrifaði í færslu á Twitter í dag.

Var hann að svara fyrir fréttaflutning ABC-fréttastöðvarinnar þar sem haft var eftir honum að hann myndi þiggja upplýsingar frá stjórnvöldum erlendis frá gætu þær reynst pólitískum andstæðingum hans skaðlegar. Forsetinn sakaði ABC um falsfréttamennsku.

Villan er nokkuð aug­ljós­lega sú að Karl, sonur Elísa­betar II, er prinsinn af Wa­les en ekki Whales. Whales er hins vegar fleir­tölu­orð yfir hval á ensku. „Hvala­prinsinn“ fékk ekki að hanga lengi á Twitter-síðu for­setans sem eyddi færslunni fljót­lega og leið­rétti villuna í nýrri.

En netið gleymir aldrei og hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmti­legar færslur sem birtar voru í kjöl­far færslu for­setans um Hvala­prinsinn.

Skjáskot náðist af færslunni áður en forsetinn eyddi henni.
Skjáskot/Twitter