„Trendin koma og fara en sumar flíkur verða alltaf klassík,“ skrifar Gummi kíró eða Guðmundur Birkir Pálmason tískugúrú og stjörnukírópraktor á Instagram á dögunum.
Gummi setti saman lista af tíu flíkum og aukahlutum sem honum þykir gott að nota ár eftir ár.
Sjáðu listann:
Úr: „Ég mæli með að fjárfesta í úri sem heldur verðgildi sínu og passar við hin ýmsu tilefni.“

Leðurjakki: „Mæli með fjárfesta í gæðum þar sem leðrið eldist vel og að jakkinn fái að ferðast með þér í gegnum tímann.“

Klæðskerasniðin jakkaföt: „Mér finnst mikilvægt að leggja pening í klæðskerasniðin jakkaföt því að fötin eru aldrei töff ef þau passa ekki fullkomlega á þig.“

Weekend bag eða helgartaska: „Tösku sem hægt er að nota í ferðalög ásamt því að hendast í ræktina.“

Blazer: „Blazer er klassísk flík sem hægt er að klæðast bæði við casual eða fínni tilefni. Passar vel við fínar buxur gallabuxur, khaki og jafnvel stuttubuxur. Mæli með að eiga einn í þykkari ull og fínni bómull.“

Clutch bag: „Mér finnst mjög smekktlegt að sjá karlmenn með minni töskur sem þeir geta geymt síma, veski, snyrtivörur og annað sem er gott að hafa með sér.“

Cashmere peysa: „Cashmere peysa er flík sem er hlý, létt og þægileg að klæðast og fer aldrei úr tísku.“

Frakki: „Mæli með að fjárfesta í framma sem er þykkur og hlýr sem hentar vel á haustin og um vetur. Náttúrleg efni eru mikilvægt hérna, alls engin gerviefni.“

Boots: „Leður boots er langtíma fjárfesting ef vel er valið.“

Bomber jakki: „Bomber jakki er tímalaus flík sem gott er að fjárfesta í.“
