Sænska tískugyðjan og áhrifavaldurinn Kenza Zouiten Subosic flutti á dögunum í eina af fallegustu íbúðum í Stokkhólmi ásamt eiginmanni sínum Aleksander Subosic og sonum þeirra,Nikola og Danilo.

Íbúðin er með afar rómantískan blæ þar sem fiskibeinaparket, vegglistar og rósettur eru áberandi í ljósum tónum. Parið hefur verið að gera íbúðina upp frá A til Ö.

Hin 31 árs Kenza er einn vinsælasti tískubloggari í Svíþjóð síðastliðin ár og er með 1,7 milljóna fylgjendur á Instagram.

Myndirnar tala sínu máli: