Veit hvað hún syngur

Svava Johansen, eða Svava í 17 eins og hún of er kölluð hefur verið viðloðin tískubransann í tugi ára. Hún er eigandi tískurisans NTC sem rekur tólf verslanir á höfuðborgarsvæðinu og býður landsmönnum á öllum aldri nýjustu tísku.

Svava Johansen er alltaf smart.
Fréttablaðið/Valli

Tískuperla í Hafnarfirði

Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður og eigandi verslunarinnar Andrea í Hafnarfirði er einn vinsælasti fatahönuður landsins.

Andrea hannar flíkurnar sem hún selur í versluninni auk þess að flytja inn hágæða vörur. Úrvalið er fjölbreytt og má þar nefna allt frá sparikjólum í kuldaskó og skartgripi.

Frumkvöðull nútíma-áhrifavalda

Elísabet Gunnarsdóttir er einn fremsti tísku-bloggari landsins og ein af stofnendum vinsælu bloggsíðunnar Trendnet.is. Elísbet hefur skrifað um tísku frá árinu 2012 og er ein sú vinsælasta í sínu fagi.

Hönnun sem rauk út

Andrea Röfn Jónasdóttir fyrirsæta og bloggari á Trendnet hannaði eina vinsælustu skólínu síðustu ára í samtarfi við fyrirtækið JoDis.

Línan ber heitið JoDis by Andrea Röfn og seldist upp á mettíma. Síðan þá hefur Andrea hannað fjórar vörulínur í samstarfi við fyrirtækið.

Litagleði í hávegum

Fjölmiðlakonan og plötusnúðurinn Dóra Júlía Agnarsdóttir er afar litaglöð þegar kemur að fatavali sem hún setur saman á skemmtilegan máta. Það má með sanni segja að Dóra gefi landsmönnum innblástur að velja bjarta liti fram fyrir svartan eða gráan sem við Íslendingar eigum oft til að draga fram úr skápnum yfir vetrartímann.

Apríl í Kringluna

Textílhönnuðurinn Tinna Hemstock og eigandi verslunarinnar Apríl í Garðabæ. Tinna hefur starfað í skóbransanum í um átján ár og er alltaf því ávallt í nýjustu tísku í skófatnaði.

þá ber að nefna að verslunin Apríl verður 5 ára í næsta mánuði og mun opna þeirra aðra verslun í Kringlunni á næstu dögum, skóunnendum til mikillar gleði.

Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot