Leikkonan Tracee Ellis Ross er dóttir söngkonunnar Diönu Ross. Tracee klæðist oft áberandi og flottum fötum við hina ýmsu viðburði og þykir bera af þegar kemur að frumlegheitum. Tracee leikur eitt af aðalhlutverkunum í sjónvarpsþáttunum Black-ish, en hún hlaut tilnefningu til Emmy-verðlauna fyrir leik sinn í þeim. Í þáttunum leikur hún skurðlækninn Rainbow, oftast kölluð Bow. Nýlega hófu göngu sína sjónvarpsþættirnir Mixed-ish, sem fjalla um æsku Rainbow. Í þáttunum klæðist hún alltaf fallegum og frumlegum fötum en Tracee er engu minna flott á rauða dreglinum.

Tracee á sýningu Tom Ford í Los Angeles fyrr í vetur.
Tracee er til í að prufa öll snið.
Hér er hún ásamt móður sinni, söngkonunni heimsþekktu Diönu Ross.
Skemmtilegur kjóll og tryllt augnmálning í stíl.
Töff úti á röltinnu í New York á dögunum.
Tracee var kynnir á The Fashion Awards í London.
Tracee í hlutverki sínu sem Rainbow ásamt meðleikaranum Anthony Anderson.