Kósígallinn var vafalaust einkennisbúningur ársins. Margir þurftu að vinna að heiman og þótti þá kannski óþarfi að vera stríla sig upp. En það jafnast ekkert á við flott sett í stíl í skemmtilegum lit eða með flottu mynstri. Ljósfjólublár var áberandi vinsæll, þá sérstaklega þegar kom að kjólum og fylgihlutum. Grímurnar urðu meira áberandi og skemmtilegri þegar leið á árið. Það er um að gera að gera gott úr hlutunum og finna sér grímu í stíl við dressið. Skór með ferkantaðri tá í anda Bottega Veneta voru líka mjög vinsælir í ár.

Gestur á tískuvikunni í París með grímu frá Chanel.
Hælar með ferkantaðri tá í anda merkisins Bottega Veneta voru sérstaklega áberandi þetta árið.
Púffermar voru aðalmálið og vinsælar hjá tískuskvísum.
Sonia Lyson í kjól með púffermum frá H&M.
Ljósfjólublár var litur ársins ef marka má erlenda tískumiðla.
Um að gera að klæða kósípeysuna upp með því að skella henni yfir spariskyrtuna.
Þóra Valdimars í flottum kósígalla frá merkinu Rotate.