Ís­lenskur tippari tippaði á rétta marka­tölu í tíu af þrettán leikjum sem voru á XG get­rauna­seðlinum síðast­liðinn laugar­dag.

Í til­kynningu frá Ís­lenskri get­spá kemur fram að maðurinn hafi verið meðal níu sænskra tippara sem voru með flesta leiki rétta og skiptu þeir með sér vinningnum.

Ís­lenski tipparinn fær 720 þúsund krónur í sinn hlut. Hann keypti 128 raðir sem kostuðu 1.664 krónur. Enginn var með alla 13 leikina rétta en vinnings­upp­hæðin fyrir 13 rétta verður rúm­lega 700 milljónir króna næst­komandi laugar­dag.

Hú­s­kerfi Fylkis sló í gegn

Tveir get­rauna­seðlar komu fram með 13 réttum í Enska get­rauna­seðlinum á laugar­daginn og fengu báðir vinninga upp á rúmar 500.000 krónur. Annar seðillinn var keyptur af hú­s­kerfi Fylkis og hinn seðillinn af stuðnings­manni Þórs frá Akur­eyri og var þar um að ræða opinn seðil uppá 144 raðir og kostaði hann 1.872 krónur.