Leikstjórinn, handritshöfundurinn og leikkonan Tina Fey mætti á dögunum til spjallþáttastjórnandans Jimmy Fallon og það má með sanni segja að hún hafi verið pirruð út í spjallþáttastjórnandann, að minnsta kosti í gamni í afar fyndnu viðtali sem sjá má hér að neðan þar sem lítur út fyrir áhorfendum gefist kostur á að skyggnast á bakvið tjöldin í þættinum.

„Þú ert hræðileg manneskja,“ voru upphafsorð Fey og hvíslaði hún því í eyra Fallon en hún var ekki eina stjarnan sem mætti til spjallþáttastjórnandans en Ben Stiller virðist ekkert sérstaklega sáttur með hlutskipti sitt í þættinum og ráfar um ganga Rockefeller byggingunnar í New York í pandabúning. 

„Hvað er að þér?“ spyr Fallon meðal annars Fey í hléi og hún svarar því einfaldlega til baka að hann viti hvað hann gerði. Þegar þau svo kveðjast í lok viðtalsins hæðist Fallon að Fey fyrir að vera með yfirvaraskegg og Fey segir honum að það sé honum að kenna að Trump var kosinn, og vísar til frægs atviks þegar Fallon fékk Trump í viðtal, í þessu furðulega en stórfyndna myndbandi hér að neðan.