Hjarta­knúsarinn Ti­mot­hé­e Chala­met kveðst hafa skammast sín þegar myndir af honum og fyrrum kærustu hans, Lily-Rose Depp, að kyssast rötuðu í fjöl­miðla.

„Ég fór að sofa þetta kvöld og fannst þetta hafa verið einn besti dagur lífs míns,“ segir Chala­met í sam­tali við GQ. Hann hafði eytt deginum á snekkju á­samt mann­eskjunni sem hann elskaði. „Ég var alveg; þetta var ó­um­deilan­lega frá­bær dagur.“

Slitu sambandinu

Morguninn eftir reyndist honum hins vegar tölu­vert erfiðari. „Ég vaknaði upp við allar þessar myndir og skammaðist mín.“ Myndirnar af parinu kyssast rötuðu á for­síður allra helstu slúður­miðla ytra og töldu margir að það hefði verið gert með vit­neskju leikarans.

Chala­met þver­tekur hins vegar fyrir það. „Haldið þið í al­vöru að ég myndi vilja líta svona út fyrir framan ykkur öll?“

Chalamet og Depp byrjuðu að hittast í september á síðasta ári en leikarinn staðfesti að þau væru ekki lengur par. Hann er nú einhleypur.

Myndirnar fóru eins og eldur um sinu.