Athafnakonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut Rúnarsdóttir betur þekkt sem Camy, er flutt inn í litla sæta íbúð með sonum sínum eftir að hafa flutt úr einbýlishúsi hennar og fyrrverandi eiginmanns hennar, Rafns Hlíðkvist Björgvinssyni, í Njarðvík.
„Er kannski búin að vera smá off the grid hér inni síðustu daga en the dog days are over, þetta tókst. Ég er flutt!,“ skrifar Camilla á samfélagsmiðla ánægð með tímamótin þar sem hún er að vinna að því að koma fjölskyldunni fyrir.
Camilla og Rafn skildu eftir þrettán ára samband og töluðu þau opinskátt um skilnaðinn á samfélagsmiðlum í maí í fyrra og sögðu þau að um sameiginlega ákvörðun væri að ræða byggða á vinskap.
Camilla var ekki lengi á markaðnum en hún er í sambandi með Valgeiri Gunnlaugssyni eiganda Íslensku flatbökunnar, þekktur sem Valli flatbaka.