Tíu rit voru í dag tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis 2020. Bækurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar og snerta á hinum ýmsu sviðum mannlegrar tilveru.

Til­nefningar til Viður­kenningar Hag­þenkis 2020:

Ás­dís Lovísa Grétars­dóttir og Erna Jes­sen. Náms­efni í dönsku á grunn­skóla­stigi. Mennta­mála­stofnun og Náms­gagna­stofnun.
Rök­stuðningur: Heild­stætt og vandað náms­efni í dönsku. Metnaðar­fullt og fjöl­breytt höfundar­verk þar sem margra ára sam­starf tveggja reynslu­mikilla kennara nýtur sín.

Berg­ljót Soffía Kristjáns­dóttir. Fræða­skjóða. Bók­mennta­fræði fyrir for­vitna. Bók­mennta- og list­fræði­stofnun Há­skóla Ís­lands. Sæ­mundur.
Rök­stuðningur: Ítar­leg og skemmti­leg um­fjöllun um bók­mennta­fræði. Hug­tök eru skýrð á ný­stár­legan hátt með mý­mörgum dæmum. Mikill fengur fyrir á­huga­fólk um bók­menntir.

Gísli Páls­son. Fuglinn sem gat ekki flogið. Mál og menning.
Rök­stuðningur: Læsi­leg og þörf bók þar sem hug­myndin um út­rýmingu og enda­lok dýra­tegundar er skoðuð frá ó­venju­legu sjónar­horni.

Gunnar Þór Bjarna­son. Spænska veikin. Mál og menning.
Rök­stuðningur: Vel skrifuð bók þar sem stjórn­málum á ör­laga­tímum er fim­lega fléttað saman við sögur ein­stakra manna og fjöl­skyldna með vandaðri sagn­fræði.

Hjör­leifur Hjartar­son og Rán Flygen­ring. Hestar. Angústúra.
Rök­stuðningur: Teflt er saman gömlum sögum og nýjum, skemmti­legum texta og líf­legum myndum í bók sem bæði fræðir og gleður.

Jón Hjalta­son. Fæddur til að fækka tárum. KÁINN. Ævi og ljóð. Völu­spá út­gáfa.
Rök­stuðningur: Kveð­skapurinn talar sínu máli í hlý­legri frá­sögn af ævi drykk­fellda hag­yrðingsins og stemningin fyrir skáld­skap í dag­legu lífi Vestur-Ís­lendinga verður næstum á­þreifan­leg.

Kjartan Ólafs­son. Um Kommún­ista­flokkinn og Sósíal­ista­flokkinn. DRAUMAR OG VERU­LEIKI. Stjórn­mál í endur­sýn. Mál og menning.
Rök­stuðningur: Merk saman­tekt á sögu ysta vinstrisins í ís­lenskum stjórn­málum á 1930-1968 frá sjónar­hóli manns sem sjálfur var í innsta hring þeirrar hreyfingar.

Kristján Leós­son og Leó Kristjáns­son †. Ís­lenski kristallinn sem breytti heiminum. Mál og menning.
Rök­stuðningur: Fróð­legt ferða­lag um eðlis­fræði­sögu ljóssins og mikil­vægt hlut­verk silfur­bergs frá Ís­landi í henni.

Pétur H. Ár­manns­son. Guð­jón Samúels­son húsa­meistari. Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag.
Rök­stuðningur: Vandað og ítar­legt yfir­lits­rit um ævi og verk Guð­jóns Samúels­sonar. Verðugur minnis­varði um manninn sem mótaði byggingar­list og skipu­lags­mál hins ný­sjálf­stæða Ís­lands.

Sigurður Ægis­son. Ís­lensku fuglarnir og þjóð­trúin. Bóka­út­gáfan Hólar.
Rök­stuðningur: Ríku­lega mynd­skreytt og frum­legt verk um ís­lenska varp­fugla með marg­vís­legum fróð­leik, ljóðum og frá­sögnum af sam­búð náttúru og manns.