Lífið

Tilnefningar til Ísnálarinnar 2018

Tilkynntar voru tilnefningar til Ísnálarinnar 2018 um helgina. Vinningshafinn verður tilkynntur á alþjóðlegu glæpasagnahátíðinni Iceland Noir í Reykjavík í nóvember.

Verðlaunin verða veitt í nóvember

Tilkynntar voru tilnefningar til Ísnálarinnar 2018 um helgina. Verðlaunin eru veitt á hverju ári fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem fara saman bæði góð saga og góð þýðing. Verðlaunin eru veitt í fimmta sinn í ár.

Vinningshafinn verður tilkynntur á alþjóðlegu glæpasagnahátíðinni Iceland Noir í Reykjavík í nóvember. Áður hafa hlotið verðlaunin Joël Dicker og Friðrik Rafnsson, Jo Nesbø og Bjarni Gunnarsson, Marion Pauw og Ragna Sigurðardóttir og Ann Cleeves og Snjólaug Bragadóttir.

Að verðlaununum standa Iceland Noir glæpasagnahátíðin, Hið íslenska glæpafélag og Bandalag þýðenda og túlka. Dómnefnd skipuðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður, Jóhann R. Kristjánsson og Ragnar Jónasson.

Snjólaug Bragadóttir hlaut Ísnálina 2017 fyrir þýðingu sína á bókinni Hrafnamyrkur eftir Ann Cleeves. Aðsend mynd/Iceland Noir

Í ár eru tilnefndir eftirfarandi höfundar og þýðendur fyrir neðangreind verk:

Barnagæla (Chanson douce) - Höfundur: Leila Slimani / Þýðandi: Friðrik Rafnsson

Ég er að spá í að slútta þessu (I'm Thinking of Ending Things) - Höfundur: Iain Reid / Þýðandi: Árni Óskarsson

Konan í glugganum (The Woman in the Window) - Höfundur: A.J. Finn / Þýðandi: Friðrika Benónýsdóttir

Ósýnilegi verndarinn (El guardián invisible) - Höfundur: Dolores Redondo / Þýðandi: Sigrún Ástríður Eiríksdóttir

Sonurinn (Sønnen) - Höfundur: Jo Nesbø / Þýðandi: Bjarni Gunnarsson

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Hrafnamyrkur hlaut Ísnálina 2017

Lífið

Hefur grátið yfir bragðgóðum mat

Menning

Hefur myndað allar kirkjur landsins

Auglýsing

Nýjast

Að klæja í lífið

Bókar­kafli: Riddarar hringa­vit­leysunnar

Höfundur í leit að nýjum heimum

Nauð­syn­legt að ganga í takt við unga fólkið

Draumagjafir dýravina, bænda og veiðimanna

Google-leitir ársins 2018

Auglýsing