Íslensku myndlistarverðlaunin eru veitt í tveimur flokkum: Myndlistarmaður ársins og Hvatningarverðlaun ársins.
Þessir myndlistarmenn eru tilnefndir til Íslensku myndlistarverðlaunanna:
- Haraldur Jónsson fyrir sýninguna Ljósavél í gallerí Berg Contemporary.
- Margrét H. Blöndal fyrir sýninguna Loftleikur í i8 Gallerí.
- Libia Castro og Ólafur Ólafsson fyrir verkið Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland, Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús og á götum úti við Stjórnarráð og Alþingi Íslands í samstarfi við tónlistar- og myndlistarhátíðina Cycle og Listahátíð í Reykjavík.
- Selma Hreggviðsdóttir og Sirra Sigrún Sigurðardóttir fyrir sýninguna Ljósvaki í gallerí Berg Contemporary.
Þessir myndlistarmenn eru tilnefndir til Hvatningarverðlauna:
- Andreas Brunner fyrir sýninguna Ekki brotlent enn, D41, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
- Guðlaug Mía Eyþórsdóttir fyrir sýninguna Milli hluta í Listasal Mosfellsbæjar.
- Una Björg Magnúsdóttir fyrir sýninguna Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund, D40, í Listasafni Reykjavíkur.
Greint verður frá því hver hlýtur Myndlistarverðlaun ársins og hver hlýtur Hvatningarverðlaun ársins 25. febrúar 2021.