Til­nefningar til Fjöru­verð­launanna voru kynntar á Borgar­bóka­safninu í Grófinni fyrr í dagog voru níu bækur til­nefndar í þremur flokkum. Fjöru­verð­launin eru bók­mennta­verð­laun kvenna og trans, kyn­segin og inter­sex fólks á Ís­landi.

Eftir­farandi höfundar og bækur eru til­nefndar:

  • Ó­temjur eftir Kristínu Helgu Gunnars­dóttur.
  • Reykja­vík barnanna eftir Margréti Tryggva­dóttur og Lindu Ólafs­dóttur.
  • Akam, ég og Annika eftir Þórunni Rakel Gylfa­dóttur.
  • Kristín Þor­kels­dóttir eftir Bryn­dísi Björg­vins­dóttur og Birnu Geir­finns­dóttur.
  • Kvár, hvað er að vera kyn­segin? eftir Elísa­betu Rún.
  • Sigurður Þórarins­son: Mynd af manni eftir Sig­rúnu Helga­dóttur.
  • Merking eftir Fríðu Ís­berg.
  • Dyngja eftir Sig­rúnu Páls­dóttur.
  • Tann­taka eftir Þór­dísi Helga­dóttur.

Tvær af þremur til­nefndar til Ís­lensku bók­mennta­verð­launanna

Í flokki barna- og ung­linga­bók­mennta voru þrjár bækur til­nefndar. Ó­temjur eftir Kristínu Helgu Gunnars­dóttur var meðal þeirra en í rök­stuðningi dóm­nefndar er höfundur sagður skapa „spennandi sögu með skemmti­legum per­sónum sem á brýnt erindi við les­endur.“

Reykja­vík barnanna eftir Margréti Tryggva­dóttur og Lindu Ólafs­dóttur var einnig til­nefnd og segir dóm­nefnd höfunda „draga fram fjöl­breyttan fróð­leik og gera skil á skemmti­legan hátt í góðu jafn­vægi texta og mynda.“

Þá var bókin Akam, ég og Annika eftir Þórunni Rakel Gylfa­dóttur til­nefnd og í rök­stuðningi dóm­nefndar segir meðal annars: „Frá­sögnin er marg­þætt og allir endar eru leiddir saman í lokin. Þetta er fyndin, krefjandi og spennandi saga sem á erindi við ung­menni.“ Síðari tvær bækurnar voru einnig til­nefndar til Ís­lensku bók­mennta­verð­launanna í gær.

Í dóm­nefnd barna- og ung­linga­bók­mennta sátu Anna Þor­björg Ingólfs­dóttir, lektor í ís­lensku, Brynja Helgu Baldurs­dóttir, ís­lensku­fræðingur og Hildur Ýr Ís­berg, ís­lensku- og bók­mennta­fræðingur.

Mynda­saga, hönnunar­bók og ævi­saga

Í flokki fræði­bóka og rita al­menns eðlis voru eftir­farandi bækur til­nefndar. Kristín Þor­kels­dóttir eftir Bryn­dísi Björg­vins­dóttur og Birnu Geir­finns­dóttur sem fjallar um einn þekktasta hönnuð Ís­lendinga. „Bókin er ein­stak­lega fögur og vel hönnuð, allt frá upp­setningu mynda og texta til efnis­legrar upp­byggingar. Hér er fjallað um lífs­hlaup og arf­leifð eins okkar af­kasta­mestu lista­manna með miklum sóma,“ segir í rök­stuðningi dóm­nefndar.

Mynda­sagan Kvár, hvað er að vera kyn­segin? eftir Elísa­betu Rún var einnig til­nefnd en í um­sögn dóm­nefndar segir meðal annars: „Ný­yrðið kvár er nafn­orð í hvorug­kyni og merkir ó­kyn­greind manneskja. Bókinni, sem er sett upp í teikni­mynda­form, tekst ein­stak­lega vel að fræða les­endur um kvár og um leið um fjöl­breyti­leikann sem býr undir regn­boganum.“

Þá er bókin Sigurður Þórarins­son: Mynd af manni eftir Sig­rúnu Helga­dóttur til­nefnd en hún fjallar um ævi og störf eins merkasta vísinda­manns Ís­lands á 20. öld. Bókin er einnig til­nefnd til Ís­lensku bók­mennta­verð­launanna.

„Höfundur fer með lesandann í heillandi ferða­lag upp á jökla, í gegnum ösku­lög og inn í kviku­hólf í fylgd með vísinda­manninum, söngva­skáldinu og náttúru­verndar­sinnanum Sigurði. Bókina prýðir ara­grúi mynda sem glæða frá­sögnina lífi og dýpka skilning á efninu,“ segir í rök­stuðningi dóm­nefndar.

Í dóm­nefnd fræði­bóka og rita al­menns eðlis sátu Haf­dís Erla Haf­steins­dóttir, sagn­fræðingur, Sig­rún Birna Björns­dóttir, fram­halds­skóla­kennari og Sig­rún Helga Lund, töl­fræðingur.

Tvær skáld­sögur og ljóða­bók

Í flokki fagur­bók­mennta voru einnig þrjár bækur til­nefndar. Merking, fyrsta skáld­saga Fríðu Ís­berg, sem er vísinda­skáld­saga sem er sögð „kallast skýrt á við ís­lenskan sam­tíma“. Í rök­stuðningi dóm­nefndar er sagan sögð „frum­leg og stíllinn ný­skapandi og notkun tungu­málsins einkar út­hugsuð og á­hrifa­rík og styður við heild­stæða per­sónu­sköpun verksins.“

Tann­taka, fyrsta ljóða­bók Þór­dísar Helga­dóttur, var einnig til­nefnd. Í rök­stuðningi dóm­nefndar segir meðal annars: „Þessi ljóða­bók á erindi við sam­tímann af því að mál­efnin sem hún snertir hljóta að verða lesanda hug­leikin. Þau ber að lesa oft því ný sýn fylgir hverjum lestri.“

Fríða Ís­berg og Þór­dís Helga­dóttir eru báðar með­limir í kollektífinu Svika­skáldum en þær hlutu til­nefningar til Ís­lensku bók­mennta­verð­launanna fyrir skáld­sögu sína Olíu.

Að lokum er skáld­sagan Dyngja eftir Sig­rúnu Páls­dóttur til­nefnd en hún segir frá bónda­dóttur sem fædd er um mið­bik 20. aldar og er gædd ó­venju­legri stærð­fræði­gáfu. Dóm­nefnd segir meðal annars: „Dyngja er lág­mælt saga með magnaðan undir­texta sem höfðar sterkt til rétt­lætis­kenndar les­enda.“

Í dóm­nefnd fagur­bók­mennta sátu Dag­ný Kristjáns­dóttir, bók­mennta­fræðingur, Elín Björk Jóhanns­dóttir, bók­mennta­fræðingur og Júlía Margrét Sveins­dóttir, bók­mennta­fræðingur.