Til­nefningar til Fjöru­verð­launanna 2023 voru kunn­gjörðar í Borgar­bóka­safni rétt í þessu en níu bækur eru til­nefndar í þremur flokkum. Fjöru­verð­launin eru bók­mennta­verð­laun kvenna (sís og trans) og trans, kyn­segin og inter­sex fólks á Ís­landi og eru veitt ár­lega.

Fjöru­verð­launin 2022 hlutu bækurnar Merking eftir Fríðu Ís­berg í flokki fagur­bók­mennta, Sigurður Þórarins­son, mynd af manni eftir Sig­rúnu Helga­dóttur í flokki fræði­bóka og rita al­menns eðlis og Reykja­vík barnanna eftir Margréti Tryggva­dóttur og Lindu Ólafs­dóttur í flokki barna- og ung­linga­bók­mennta.

Mynd/Samsett

Í flokki barna- og ung­linga­bók­mennta

Koll­hnís eftir Arn­dísi Þórarins­dóttur

Í rök­stuðningi dóm­nefndar segir:

„Í Koll­hnís eftir Arn­dísi Þórarins­dóttur er hinn ungi Álfur fim­leika­strákur aðal­sögu­hetjan og sögu­maðurinn. Eftir því sem frá­sögn hans vindur fram kemur í ljós að sjónar­horn Álfs er ekki mjög á­reiðan­legt enda neitar hann að horfast í augu við að litli bróðir hans sé ein­hverfur, að frænka hans eigi við fíkni­vanda að etja og að besti vinur hans sé les­blindur. Höfundur leikur fim­lega á allan til­finninga­skalann og teflir fram sögu­manni sem eignast hugi og hjörtu les­enda á öllum aldri. Sagan er í senn á­hrifa­mikil, skemmti­leg og spennandi en fyrst og fremst full af hlýju og mennsku.“

Brons­harpan eftir Kristínu Björg Sigur­vins­dóttur

Í rök­stuðningi dóm­nefndar segir:

„Brons­harpan er önnur bókin í bóka­flokknum Dul­stafir eftir Kristínu Björgu Sigur­vins­dóttur. Sagan gerist í ó­kunnum heimi þangað sem nokkur ung­menni hafa verið kölluð til að bjarga honum frá tor­tímingu. Þau eru gæslu­menn grunn­efna jarðarinnar og gædd sér­stökum kröftum. Sam­vinna ung­mennanna og sam­skipti kynjanna litast af því að í raun­heimum lifa þau á ó­líkum tímum og þau hafa ó­líka hæfi­leika. Tog­streitan sem verður til þegar þau þurfa að stilla saman strengi sína dýpkar per­sónu­lýsinguna og dregur fram ó­líka skap­gerð þeirra. Sagan er marg­ræð og spennandi fantasía um bar­áttu góðs og ills en ekki síst um gildi vin­áttu og sam­stöðu.“

Héra­gerði: Ævin­týri um súkku­laði og kátínu eftir Lóu Hlín Hjálm­týs­dóttur

Í rök­stuðningi dóm­nefndar segir:

„Héra­gerði eftir Lóu Hlín Hjálm­týs­dóttur er sjálf­stætt fram­hald Grísa­fjarðar sem kom út í fyrra og hefur undir­titilinn Ævin­týri um súkku­laði og kátínu. Tví­burarnir Inga og Baldur kynnast móður­ömmu sinni og eyða páska­fríinu með henni í Héra­gerði. Þar gerast marg­vís­leg ævin­týri og þau eignast nýja vini. Höfundi tekst vel að draga upp mis­munandi per­sónu­leika tví­buranna sem gerir söguna dýpri og auð­veldar mis­munandi les­endum að sam­sama sig sögu­hetjunum. Sagan er bráð­skemmti­leg og fyndin og þar leika líf­legar og lit­ríkar myndir Lóu Hlínar stórt hlut­verk.“

Mynd/Samsett

Í flokki fræði­bóka og rita al­menns eðlis

Á spor­baug: Ný­yrði Jónasar Hall­gríms­sonar eftir Önnu Sig­ríði Þráins­dóttur og Elínu Elísa­betu Einars­dóttur

Í rök­stuðningi dóm­nefndar segir:

„Þær Anna Sig­ríður Þráins­dóttir og Elín Elísa­bet Einars­dóttir vinna sann­kallað þrek­virki við kort­lagningu ný­yrða þjóð­skáldsins og þýðandans Jónasar Hall­gríms­sonar. Í bókinni Á spor­baug. Ný­yrði Jónasar Hall­gríms­sonar fá les­endur að kynnast upp­runa orðanna og notkun þeirra í dag. Orða­sveimur Jónasar fylgir okkur í dag­legu máli, ræðu og riti án þess að við veitum því minnstu at­hygli enda hluti al­menns orða­forða ís­lenskrar tungu. Bókin er ein­stak­lega vel unnin, eigu­leg og mikill fengur fyrir öll sem unna ís­lenskri tungu.“

Far­sótt: Hundrað ár í Þing­holts­stræti 25 eftir Kristínu Svövu Tómas­dóttur

Í rök­stuðningi dóm­nefndar segir:

„Á horni Þing­holts­strætis og Spítala­stígs stendur yfir aldar­gamalt, tveggja hæða timbur­hús með við­burða­ríka sögu; fyrsta sjúkra­hús Reyk­víkinga, far­sóttar­spítali, geð­sjúkra­hús og gisti­skýli fyrir heimilis­lausa. Í dag er það mann­autt og ber dul­úð­legt nafn með rentu. Í Far­sótt. Hundrað ár í Þing­holts­stræti 25 rekur Kristín Svava Tómas­dóttir sögu þessa merka húss, sem um­fram allt er lit­rík saga fólksins sem húsið hýsti og sam­fé­lagsins sem skóp það.“

Vega­bréf: Ís­lenskt: Frá Afgan­istan til Bosníu og Búrkína Fasó. eftir Sig­ríði Víðis Jóns­dóttur

„Sig­ríður Víðis Jóns­dóttir býður lesandanum að slást í för með sér vítt og breitt um heiminn. Vega­bréf: Ís­lenskt. Frá Afgan­istan til Bosníu og Búrkína Fasó er ein­læg og nær­gætin frá­sögn frá ferða­lögum hennar til svæða sem bera djúp ör ein­ræðis­stjórna og hernaðar­á­taka. Sögu­maður leggur sig fram við að kynna og kanna hugar­heim heima­fólks og þannig fær lesandinn að kynnast heims­sögunni fjarri sögu­skoðun inn­lendra vald­hafa og vest­rænna frétta­miðla.“

Mynd/Samsett

Í flokki fagur­bók­mennta

Eden eftir Auði Övu Ólafs­dóttur

Í rök­stuðningi dóm­nefndar segir:

„Eden eftir Auði Övu Ólafs­dóttur fjallar um mál­vísinda­konu og há­skóla­kennara sem kaupir sér sumar­hús ná­lægt ó­til­greindu þorpi til að búa sér per­sónu­legt at­hvarf. Það reynist erfitt að ein­angra sig, ást­sjúkt ung­skáld herjar á hana og þorps­búar vilja virkja krafta hennar á marga ó­líka vegu. Og nú ber hún líka á­byrgð á jarðar­skika. Bókin er full af hlýrri íroníu og gagn­rýni á þá sem svæfa sam­visku sína og ganga burt frá því sem þeim hefur verið trúað fyrir.“

Urta eftir Gerði Krist­nýju

Í rök­stuðningi dóm­nefndar segir:

„Urta eftir Gerði Krist­nýju er ljóða­bálkur um líf konu á mörkum hins byggi­lega heims við norður­skaut. Ljóðin lýsa heimi þar sem eins dauði er annars brauð. Þrátt fyrir miskunnar­leysið tengir þráður sam­kenndar og sam­stöðu mæður sem hunsa mörkin milli manns og dýrs, menningar og náttúru. Urta er ort af fá­gætri stíl­snilld. Hún er fágað, lág­mælt lista­verk, ljóða­bálkur sem rúmar bæði dýptir og víddir.“

Tól eftir Kristínu Ei­ríks­dóttur

Í rök­stuðningi dóm­nefndar segir:

„Tól eftir Kristínu Ei­ríks­dóttir segir sögu kvik­mynda­gerðar­konu, sem vinnur að heimildar­mynd um ó­gæfu­mann sem hún eitt sinn þekkti. Eftir því sem verkinu miðar fram verður saga hennar stríðari, nær­göngulli og marg­þættari. Hún er krafin um af­stöðu til per­sónanna í myndinni en vitandi að„sögur eru vopn“ neitar hún að út­deila sekt og sak­leysi og nota þau tól sem til­tæk eru gegn sínum minnsta bróður. Djúp­hugsað og marg­slungið skáld­verk í sam­tali sínu við sam­visku og sam­kennd.“