Lífið

Til­nefnd sem besta leik­konan fyrir Stellu Blóm­kvist

Heiða Rún Sigurðardóttir, betur þekkt sem Heida Reed, hefur verið tilnefnd sem besta leikkonan á C21's International Drama Awards.

Heiða í hlutverki sínu sem Stella. Sagafilm

Heiða Rún Sigurðardóttir, oftar þekkt sem Heida Reed, hefur verið tilnefnd sem besta leikkonan á C21's International Drama Awards fyrir túlkun sína á Stellu Blómkvist í samnefndum sjónvarpsþáttum framleiddum af Sagafilm sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sagafilm.

Auk Heiðu hlutu tilnefningu Claire Foy, sem lék drottninguna í The Crown, Amy Adams fyrir Sharp Objects, Jodie Comer og Sandra Oh fyrir leik sinn í Killing Eve og Laura Linney fyrir Ozark.

Heiða Rún hefur getið sér gott orð á leiklistarsviðinu en hún lék meðal annars í Poldark sem sýndir hafa verið á RÚV á síðustu árum. 

Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn á St. Pancras Renaissance hótelinu sem hluti af C21's Conent London ráðstefnunni þann 28. nóvember næstkomandi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Bieber og Hailey staðfesta hjónabandið

Lífið

Boltinn fór að rúlla

Helgarblaðið

Við dettum öll úr tísku

Auglýsing

Nýjast

Ekki til ein­hver ein rétt dauð­hreinsuð ís­lenska

Ís­lensk börn send í sósíalískar sumar­búðir

Rhys-Davies: „Þið eruð kraftmikið nútímafólk“

Sagði allt sem hún mátti ekki segja sem for­seta­frú

Harry er alltaf að slökkva ljósin

Íslensk risaeðlunöfn fyrir íslensk börn

Auglýsing