Lífið

Til­nefnd sem besta leik­konan fyrir Stellu Blóm­kvist

Heiða Rún Sigurðardóttir, betur þekkt sem Heida Reed, hefur verið tilnefnd sem besta leikkonan á C21's International Drama Awards.

Heiða í hlutverki sínu sem Stella. Sagafilm

Heiða Rún Sigurðardóttir, oftar þekkt sem Heida Reed, hefur verið tilnefnd sem besta leikkonan á C21's International Drama Awards fyrir túlkun sína á Stellu Blómkvist í samnefndum sjónvarpsþáttum framleiddum af Sagafilm sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sagafilm.

Auk Heiðu hlutu tilnefningu Claire Foy, sem lék drottninguna í The Crown, Amy Adams fyrir Sharp Objects, Jodie Comer og Sandra Oh fyrir leik sinn í Killing Eve og Laura Linney fyrir Ozark.

Heiða Rún hefur getið sér gott orð á leiklistarsviðinu en hún lék meðal annars í Poldark sem sýndir hafa verið á RÚV á síðustu árum. 

Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn á St. Pancras Renaissance hótelinu sem hluti af C21's Conent London ráðstefnunni þann 28. nóvember næstkomandi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Rúrik og Nathalia á landsleiknum

Matur

Partýbollur sem bregðast ekki

Auglýsing

Nýjast

Orkudrykkir eru ekki fyrir börn

Arnold bauð Fjallinu í kvöldmat og kósí

Leikvöllur fyrir alla fjölskylduna

Heillandi vetrarparadís í norðri

Gilli­an Ander­son í hlut­verk Thatcher í The Crown

Aldur lands­liðs­leik­manna ræddur á Twitter

Auglýsing