Þau John Legend og Cris­sy Teigen eiga von á sínu þriðja barni. Þetta til­kynntu þau með glæ­nýju tón­listar­mynd­bandi kappans við lagið „Wild“ en mynd­bandið má sjá hér að neðan.

Í frétt E News um málið kemur fram að hvorugt þeirra hafi tjáð sig um málið á sam­fé­lags­miðlum. Ó­léttan sé því sveipuð mikilli dul­úð. Þá er því gefinn gaumur að John lét fimm hjörtu fylgja með í til­kynningu vegna nýja mynd­bandsins, eitt hjarta fyrir hvern fjöl­skyldu­með­lim.

Chris­sy hefur áður verið opin­ská með það hve erfitt það hefur reynst henni að verða ó­létt. Parið eignaðist hin börnin sín, þau Lunu og Miles með glasa­frjóvgun. Ekkert hefur komið fram um það hvort það sé raunin nú.