Bandaríska leikkonan og módelið Emily Ratajkowski á von á barni með eiginmanni sínum, leikaranum og framleiðandanum Sebastian Bear-McClard.

Hún tilkynnti um óléttuna hvorki meira né minna en á forsíðu tímaritsins Vouge.

Ratajkowski sem er 29 ára gömul gengur með sitt fyrsta barn en hún geislar á meðgöngunni eins og sjá má á myndunum.

Hún vakti gríðalega athygli fyrir að dansa í myndbandinu við lagið Blurred Lines eftir Robin Thicke árið 2013. Hún hefur auk þess setið fyrir hin ýmsu tískuhús og er yfirleitt á lista yfir kynþokkafyllstu konur heims. Hún hefur einnig látið til sín taka sem leikkona og fór meðal annars með hlutverk í kvikmyndunum Gone Girl sem kom út árið 2014 og We Are Your Friends árið 2015, þar sem hún lék aðalhlutverk á móti Zac Efron.

Emily og Sebastian gengu í hjónaband árið 2018.

Parið gekk í það heilaga árið 2018 og á nú von á litlu barni saman í mars.