Dóttir íþróttafréttakonunnar og Gettu betur spyrilsins Kristjönu Arnarsdóttur og atvinnukylfingsins Haraldar Franklíns Magnúsar hefur verið nefnd Rósa Björk.

Kristjana birti fallega mynd af sér og dótturinni í dag, á afmælisdegi þeirrar eldri, með textanum, „afmælismamma og Rósa Björk.“

Stúlkan er fyrsta barn parsins, en hún kom í heiminn 30. júní síðastliðinn.