Millj­ón­ir hafa horft á mynd­bönd Álf­gríms Aðal­steins­son­ar á Tik Tok þar sem hann get­ur, einn fárr­a Ís­lend­ing­a, með rétt­u kall­ast stjarn­a. Hann er byrj­að­ur að selj­a varn­ing tengd­an not­and­a­nafn­in­u Elfgrim­e í til­efn­i þess að hann er kom­inn yfir 10.000 fylgj­end­a múr­inn.

„Ég hét því fyr­ir stutt­u að þeg­ar ég mynd­i rjúf­a tíu þús­und fylgj­end­a­múr­inn mynd­i ég gefa út Elfgrim­e-varn­ing,“ seg­ir Tik Tok-stjarn­an Álf­grím­ur Aðal­steins­son sem nýt­ur gríð­ar­legr­a vin­sæld­a á sam­skipt­a­miðl­in­um sem Elfgrim­e.

Álf­grím­ur stóð við stór­u orð­in og dró fat­a­lín­u merkt­a sjálf­um sér fram í dags­ljós­ið á laug­ar­dag­inn. „Fylgj­end­urn­ir voru að kall­a eft­ir þess­u og mig lang­að­i líka að gera eitt­hvað meir­a en að vera með ó­keyp­is sjón­varps­stöð,“ seg­ir Álf­grím­ur sem hasl­að­i sér völl á Tik Tok að höfð­u sam­ráð­i við fylgj­end­ur sína á Insta­gram.

„Fyr­ir um tveim­ur árum spurð­i ég fylgj­end­ur mína á Insta­gram hvort ég ætti ekki að ger­ast Tik Tok-stjarn­a í djók­i,“ seg­ir Álf­grím­ur. Grín­ið varð þó fljótt að al­vör­u og fylgj­end­um hans á Tik Tok fjölg­að­i hratt og frægð­ar­sól hans reis svo hratt í far­aldr­in­um að uppi varð fót­ur og fit í mið­bæn­um þeg­ar hann mætt­i út á líf­ið á dög­un­um.

15 sek­úndn­a frægð

„Það er nátt­úr­u­leg­a það skrítn­a við að búa í þess­u smá­þorp­i sem Ís­land er að all­ir hafa séð mig á Tik Tok hvort sem þau vilj­a það eða ekki,“ seg­ir Álf­grím­ur hlæj­and­i.

„Þett­a var samt í fyrst­a skipt­i sem ég upp­lifð­i á eig­in skinn­i hvers­u marg­ir eru að fylgj­ast með mér, þar sem það hef­ur nátt­úr­u­leg­a ekki ver­ið svon­a mik­ið af fólk­i í bæn­um síð­ast­lið­ið ár.“

„Þetta er hannað þannig og það er endalaust magn af afþreyingu þarna til að stela tíma manns,” segir Elfgrime um hið ávanabindandi TikTok.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Frá því heims­far­ald­ur­inn barst til lands­ins hafa yfir átta þús­und manns byrj­að að fylgj­a Álf­grím­i og horft hef­ur ver­ið á þó nokk­ur mynd­bönd hans yfir millj­ón sinn­um. „Mér finnst ó­trú­leg­a gam­an að klipp­a og búa til mynd­bönd og þett­a er í raun mjög hröð leið til að gefa út efni.“

Mynd­bönd á for­rit­in­u eru yf­ir­leitt í kring­um fimm­tán sek­únd­ur en há­marks­lengd er ein mín­út­a. „Það er líka þann­ig að á Tik Tok eru alls ekki all­ir að búa til efni held­ur mjög marg­ir bara að skoð­a,“ út­skýr­ir Álf­grím­ur.

„For­rit­ið er hann­að þann­ig að fólk er að skroll­a og horf­ir ekki leng­i á hvert mynd­band.“ Mik­il­vægt sé því að eitt­hvað gríp­i at­hygl­i fólks strax.

Þreyt­and­i hat­ur

Algó­ritm­inn á Tik Tok er frá­brugð­inn því sem geng­ur og ger­ist á sam­fé­lags­miðl­um. „Á Tik Tok þeg­ar mað­ur deil­ir ein­hverj­u er það í raun fyr­ir alla sem eru á Tik Tok. Ekki bara þá sem fylgj­a mann­i,“ seg­ir Álf­grím­ur en þett­a eyk­ur lík­urn­ar á því að efni ber­ist til fleir­i not­end­a nái það vin­sæld­um.

Álf­grím­ur gef­ur allt sitt efni út á ís­lensk­u þann­ig að það nær yf­ir­leitt mik­ill­i dreif­ing­u með­al Ís­lend­ing­a. „Það hef­ur ekki gerst oft að eitt­hvað frá mér verð­ur „vir­al“ út fyr­ir land­stein­an­a þar sem þett­a er oft frek­ar stað­bund­ið efni um frétt­ir líð­and­i stund­ar fyr­ir Ís­lend­ing­a.“

Fylgj­end­a­hóp­ur Álf­gríms er mjög fjöl­breytt­ur þótt meir­i­hlut­inn sé ungt fólk. „Það eru nátt­úr­u­leg­a ó­trú­leg­a mik­ið af börn­um og ung­ling­um á Tik Tok og fyrst var það þann­ig að það var að­al­leg­a þess­i hóp­ur sem viss­i af mér en núna er þett­a orð­ið fólk á öll­um aldr­i.“

Álf­grím­ur nefn­ir at­hug­a­semd­a­kerf­ið sem helst­a gall­ann við Tik Tok. „Það get­ur ver­ið þreyt­and­i þeg­ar fólk, eða að­al­leg­a ein­hver börn sem eru orð­in leið á því að vera börn, eru að nýta þenn­an mið­il til að vera með hat­ur og leið­ind­i.“

Álf­grím­ur hef­ur þó per­són­u­leg­a ekki orð­ið fyr­ir mikl­u að­kast­i en bend­ir á að all­ir fái ein­hverj­ar leið­in­leg­ar at­hug­a­semd­ir og nefn­ir til dæm­is eitt­hvað á borð við: „Þett­a er öm­ur­legt og þú sökk­ar.“

Elfgrim­e-stíll­inn

Álf­grím­ur er einn­ig þekkt­ur fyr­ir ný­stár­leg­an fat­a­stíl og fékk vin sinn, Vikt­or Weiss­hap­el, í lið með sér við hönn­un á peys­um og bol­um í Elfgrim­e-fat­a­lín­unn­i. „Við erum vin­ir af því að fólk held­ur að við séum bræð­ur eða tví­bur­ar því við erum svo lík­ir í út­lit­i,“ seg­ir Álf­grím­ur kím­inn.

„Þess­i föt eru mjög lýs­and­i fyr­ir það hvern­ig ég er, þett­a er í raun­inn­i bara ég í líki fatn­að­ar,“ seg­ir Álf­grím­ur um leið og hann við­ur­kenn­ir að hann sé ekki fyrst­i Ís­lend­ing­ur­inn til að gefa út Tik Tok-varn­ing. „En ég held að mín lína sé samt flott­ust.“

Fylgj­end­a­hóp­ur Álf­gríms er mjög fjöl­breytt­ur þótt meir­i­hlut­inn sé ungt fólk.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson